Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskynning á UMFÍ 50+ á Ólafsfirði

Laugardaginn 28. júní sl. stóð Borðtennissamband Íslands fyrir borðtenniskynningu á UMFÍ 50+ á Ólafsfirði. Lukasz Styczynski stóð fyrir kynningunni, en hann er einn þriggja þjálfara Borðtennisdeildar Akurs sem hefur nýlega lokið ITTF level 1 þjálfaranámskeiðinu.

Þetta er þriðja árið í röð sem Borðtennissambandið heldur borðtenniskynningu eða mót á UMFÍ 50+. Samkvæmt Lukaszi tóku um þrjátíu manns þátt í viðburðinum, bæði ungir sem aldnir. Veitt var leiðsögn um borðtennisíþróttina og þótti viðburðinn heppnast mjög vel.
Í íþróttafréttum RÚV var sýnt örlítið frá viðburðinum og kemur forsíðumyndin úr þeirri umfjöllun.

Aðrar fréttir