Borðtennisdeild KR hefur umsjón með síðustu leikjahelginni í deildakeppninni í borðtennis á þessu keppnistímabili, fyrir úrslitakeppnina. Leikið verður í Íþróttahúsi Hagaskóla 2.-3. febrúar og verður tímaáætlun sem hér segir:

Sunnudagur  3. febrúar

Kl. 11.00 9. umferð í 2. deild karla
Kl. 13.30 10. umferð í 2. deild karla

Yfirdómari verður Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, alþjóðadómari

Allar viðureignir verða leiknar á einu borði og seinni viðureignirnar verða ekki settar af stað fyrr en á auglýstum tíma, skv. tilmælum frá BTÍ.