Eins og stendur (þann 5. maí) heimila reglur stjórnvalda ekki að úrslitakeppni í deildakeppninni fari fram og skiptir þar mestu að fjarlægðarreglur banna að leikinn sé tvíliðaleikur. Vonandi þróast baráttan við veiruna áfram með réttum hætti á komandi vikum og mánuðum og mun ný stjórn leggja mat á hvort úrslitakeppnin gangi samkvæmt fyrirmælum ráðherra um innanhússíþróttir haustsins eigi síðar en 1. september 2020. Með þessum hætti fá leikmenn og aðrir innan hreyfingarinnar staðfestingu eða niðurfellingu með nægum fyrirvara, út frá gildandi forsendum og geta skipulagt sig miðað við það. Frekari frestanir munu ekki eiga sér stað.

Ný stjórn BTÍ staðfesti 14.8. ákvörðun fyrri stjórnar um að mótin fari fram.