Grand Prix mót Akurs fer fram í Íþróttasal Glerárskóla sunnudaginn 3. des. 2017 í umsjá Borðtennisdeildar Akurs.

Keppt verður í Opnum flokkum karla og kvenna.

Leikinn verður einfaldur útsláttur, fjórar lotur unnar.

Leikið verður einnig í B – keppni fyrir þá keppendur sem tapa í 1. umferð í Opnum flokki karla og kvenna.

Í báðum flokkum verða veitt verðlaun fyrir 4 efstu sætin.

Leikið verður með 3ja stjörnu hvítum kúlum.

Þátttökugjald í mótið er kr. 1500.- greiðist á staðnum.

Yfirdómari: Helgi Þór Gunnarsson

Mótstjórn skipa: Elvar Thorarensen og Helgi Þór Gunnarsson

Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Sunnudagur 3. des kl. 10:00 Opinn flokkur karla

Sunnudagur 3. des kl. 12:00 Opinn flokkur kvenna

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 29. nóv 2017 klukkan 18:00. Dregið verður í mótið miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20:00.

ATH!!  Skráningum þarf að fylgja kennitala svo skráningar teljist gildar.

Skráningar berist til:

Elvar Thorarensen [email protected]

Helgi Þór Gunnarsson [email protected]

Og þeir munu einnig veita upplýsingar varðandi mótið.

Bréf um mótið: Grand Prix mót Akurs 2017