Íslandsmótið í borðtennis 2020 fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu 53 í Hafnarfirði 28. febrúar til 1. Mars. Mótið er í umsjá Borðtennisdeildar BH sem heldur mótið fyrir hönd Borðtennissambands Íslands. Leikið verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik.

DAGSKRÁ

Laugardagur 29. febrúar
09.00 Tvenndarleikur
10.00 Meistaraflokkur karla
11.00 Meistaraflokkur kvenna
12.00 1. flokkur karla
13.00 1. flokkur kvenna
14.00 2. flokkur kvenna
15.00 2. flokkur karla – Efri helmingur (*)
16.00 2. flokkur karla – Neðri helmingur (*)

*2. Flokkur karla verður settur í gang í tveimur hlutum vegna keppendafjölda. Efri helmingur töflunnar verður ræstur klukkan 15.00 og neðri helmingur töflunnar verður ræstur klukkan 16.00. Þetta verður auglýst nánar þegar drátturinn liggur fyrir.

Öllum spurningum varðandi mótið skal beint til ​[email protected] undir yfirskriftinni “Fyrirspurn.”