Mótstjórnin fyrir norðan hefur gefið út þær upplýsingar að keppni hefjist kl. 10 á laugardegi (tvenndarleikur og yngstu strákarnir) og flokkarnir hefjist svo koll af kolli, eftir aldursröð.

Tvenndarleikurinn verður kláraður á laugardegi en undanúrslit í einliða- og tvíliðaleik geymd þar til á sunnudeginum, eins og venjan er. Undanúrslitin ættu flest að hefjast um tíu og ellefuleytið á sunnudeginum og keppni svo að klárast ca. kl. 14.

Nákvæmar tímasetningar á hvern flokk verða birtar þegar Samherjar verða komnir með nákvæmar þátttökutölur í hverjum flokki (þ.e. í næstu viku (uppfært 5.4.)).

Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 12. apríl kl. 12.00.

Fyrirhugað er að mótshaldarar bjóði upp á gistingu í skólastofum á mótinu og hægt verður að mæta á staðinn upp úr klukkan 17 á föstudeginum.

Einnig verður boðið upp á að kaupa fæði þessa daga, bæði morgunmat, hádegismat og kvöldmat, sjá meðfylgjandi bréf. Engin verslun er á staðnum og engin eldunaraðstaða.

Nánari upplýsingar um mótið voru birtar í frétt á forsíðu vefsins þann 8. apríl.

Bréf um mótið: auglysing islandsmot unglinga 2018 endanlegt