6.10.2020.
Vegna hertra sóttvarnarráðstafana á höfuðborgarsvæðinu er ekki talið vera forsvaranlegt að halda Íslandsmót unglinga helgina 10.-11. október eins og fyrirhugað var, en sóttvarnarlæknir biður um að íþróttaviðburðum verði frestað um 2 vikur.

Mótanefnd mótsins heldur í vonina um að hægt verði að halda mótið fyrir áramót og mótinu hefur því ekki verið aflýst að svo stöddu. 

————————————————————————————————–

Þann 5. október var birt frétt á fréttasíðunni um breytt fyrirkomulag keppni vegna COVID-19 takmarkana. Keppni í 16-18 ára flokki verður í Íþróttahúsi Hagaskóla en önnur keppni í KR-heimilinu.

Skráningarfrestur er framlengdur til kl. 22 mið. 7. október en dregið verður fimmt. 8. okt. kl. 20.

Textinn hér fyrir neðan er úr upphaflega bréfinu, sem var sent út 20. september 2020.


Íslandsmót unglinga í borðtennis 2020 fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól 10.-11. október 2020 en mótinu var frestað frá því mars vegna COVID-19 faraldursins. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.

 

Leikið verður í fjórum aldursflokkum drengja og stúlkna í einliðaleik og þremur aldursflokkum í tvíliðaleik og tvenndarkeppni sbr. reglugerð Borðtennissambands Íslands um Íslandsmót.

Laugardaginn 10. október verður leikið til úrslita í tvenndarkeppni og keppt í riðlum í einliðaleik. Leikið verður upp úr riðlum fram að undanúrslitum.

Sunnudaginn 11. október verður leikið í tvíliðaleik og til úrslita í einliðaleik.

Dagskrá lýkur með sameiginlegri verðlaunaafhendingu fyrir alla flokka.

 

Dagskrá

 

Laugardagur 10. október

Setningarathöfn kl. 10

Tvenndarkeppni til úrslita:

10.15 Tvenndarkeppni 13 ára og yngri, fædd 2007 og síðar

10.15 Tvenndarkeppni 14-15 ára, fædd 2005-2006

13.00 Tvenndarkeppni 16-18 ára, fædd 2002-2004

 

Einliðaleikur að undanúrslitum:

10.30 Einliðaleikur hnokka -11 ára, fæddir 2009 og síðar

10.30 Einliðaleikur táta -11 ára, fæddar 2009 og síðar

11.00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2007-2008

12.00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2007-2008

13.00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2005-2006

13.00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2005-2006

14.30 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2002-2004

15.00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2002-2004

 

Sunnudagur 11. október

Tvíliðaleikur:

10.00 Tvíliðaleikur pilta -13 ára, fæddir 2007 og síðar

10.00 Tvíliðaleikur telpna -13 ára, fæddar 2007 og síðar

10.00 Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2002-2004

11.00 Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2002-2004

11.00 Tvíliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2005-2006

11.00 Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2005-2006

Einliðaleikur undanúrslit og úrslit:

12.30 Einliðaleikur hnokka -11 ára, fæddir 2009 og síðar

12.30 Einliðaleikur táta -11 ára, fæddar 2009 og síðar

12.30 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2007-2008

13.15 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2007-2008

13.15 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2005-2006

13.15 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2005-2006

14.00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2002-2004

14.00 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2002-2004

Verðlaunaafhending í öllum flokkum verður sunnudaginn 11. október að loknum úrslitaleikjum.

 

Fyrirkomulag keppni

Keppt verður í riðlum í einliðaleik og síðan leikið upp úr riðlum með einföldum útslætti. Í tvíliðaleik og tvenndarkeppni er leikið með einföldum útslætti nema ef þrjú pör eru skráð til leiks, þá er keppt í riðli, skv. reglugerð um Íslandsmót. Ef eingöngu tveir keppendur eru skráðir í flokk í einliðaleik fer úrslitaleikurinn fram sunnudaginn 11. október. Þrjár unnar lotur þarf til að vinna leik. Við röðun í mótið verður farið eftir nýjasta styrkleikalista BTÍ. Leikið verður á Butterfly borðum með hvítum þriggja stjörnu Stiga plastkúlum. Mælst er til þess að leikmenn leiki í búningum síns félags. Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin í öllum flokkum.

Keppendum og áhorfendum er bent á reglur BTÍ um iðkun borðtennis á tímum COVID-19 faraldursins.

 

Þátttökugjöld og skráning

Þátttökugjald er 2.500 kr. í einliðaleik og 2.000 kr. fyrir parið í tvíliðaleik og tvenndarkeppni (1.000 kr. á mann). Mælst er til þess að keppendur greiði þátttökugjöld rafrænt á bankareikning nr. 0137-26-008312, kennitala 661191-1129.

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 6. október kl. 22.

Skráningum skal skilað til mótstjórnar með skráningu á vef Tournament Software á slóðinni https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=71249E35-44E9-4B8C-B19E-B64237CC7442. Leiðbeiningar um skráningu í gegnum Tournament Software má finna á vefsíðu BTÍ, www.bordtennis.is. Einnig má skila skráningu í tölvupósti beint til mótsstjórnar, best að það sé gert fyrir félög eða æfingahópa í heild í Excel skjali, sem sent er til formanna og þjálfara.

Kennitölur skulu fylgja öllum skráningum í samræmi við keppnisreglur BTÍ.

Dregið verður í mótið í Íþróttahúsi Hagaskóla miðvikudaginn 7. október kl. 20:00. Drátturinn verður birtur á vef Tournament Software að loknum drætti.

Samkvæmt keppnisreglum mega erlendir ríkisborgarar keppa á Íslandsmóti enda hafi þeir verið búsettir og átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár þegar mót fer fram. Viðkomandi einstaklingur verður

að vera í félagi innan BTÍ.

 

Mótstjórn

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, gsm. 868 68 73, [email protected]

Ásta M. Urbancic, gsm. 895 96 93, [email protected]  

Pétur Gunnarsson, gsm. 662 3949, [email protected]

Skúli Gunnarsson, gsm. 845 25 85, [email protected]

 

Yfirdómarar: Finnur Hrafn Jónsson og Hannes Guðrúnarson.

Borðtennissamband Íslands greiðir landsdómurum 500 kr. fyrir hvern leik sem þeir dæma á mótinu. Landsdómarar eru því hvattir til að gefa sig fram við mótsstjórn til að falast eftir dómarastarfi.

 

Bréf um mótið: