Frétt og auglýsing um Íslandsmót unglinga 8.-9. maí birtist á vef BTÍ 19.4.2021. Nánari upplýsingar má sjá í þeirri frétt og þar er hlekkur á skráningarform.
Dagskrá sunnudaginn 9. maí:
Tvíliðaleikur:
Kl. 10:00 Tvíliðal. pilta 13 ára og yngri, fæddir 2008 og síðar.
Kl. 10:00 Tvíliðal. telpna 13 ára og yngri, fæddar 2008 og síðar.
Kl. 10:00 Tvíliðaleikur sveina14-15 ára, fæddir 2006-2007.
Kl. 10:00 Tvíliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2006-2007.
Kl. 11:00 Tvíliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2003-2005.
Kl. 11:00 Tvíliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2003-2005.
Einliðaleikur –undanúrslit og úrslit:
Kl 12:30 Einliðal. hnokka 11 ára og yngri, fæddir 2010 og síðar.
Kl. 12:30 Einliðal. táta 11 ára og yngri, fæddar 2010 og síðar.
Kl. 13:00 Einliðaleikur pilta 12-13 ára, fæddir 2008-2009.
Kl. 13:00 Einliðaleikur telpna 12-13 ára, fæddar 2008-2009.
Kl. 13:00 Einliðaleikur sveina 14-15 ára, fæddir 2006-2007.
Kl. 13:00 Einliðaleikur meyja 14-15 ára, fæddar 2006-2007.
Kl. 13:30 Einliðaleikur drengja 16-18 ára, fæddir 2003-2005.
Kl. 14:00 Einliðaleikur stúlkna 16-18 ára, fæddar 2003-2005.
Þátttökugjöld og skráning:
Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 5. maí kl 18:00. Dregið verður í mótið í TBR-Íþróttahúsinu fimmtudaginn 6. maí kl. 18:00.
Skráningar á Íslandsmótið sem féll niður í mars gilda ekki á nýja leikhelgi og því mikilvægt að allir sem ætla að keppa á Íslandsmótinu skrái sig í síðasta lagi 5. maí.