Íslandsmótið í borðtennis fer fram í TBR – Íþróttahúsinu við Gnoðarvog helgina 6.–7. mars 2021. Mótið hefst á laugardeginum kl.10:30 og lýkur með verðlaunaafhendingu kl. 14:30 á sunnudeginum.
Keppt verður í:
Tvenndarkeppni, tvíliðaleik karla og kvenna og í einliðaleik í meistaraflokki, 1. og 2. flokki karla og kvenna.
Dagskrá sunnudaginn 7. mars:
Kl. 11:00 Undanúrslitaleikir í 1. og 2. flokki karla og kvenna
Kl. 11:30 Úrslitaleikir í 1. og 2. flokki karla og kvenna
Kl. 12:00 Undanúrslit í tvíliðaleik karla og kvenna
Kl. 12:30 Úrslitaleikir í tvíliðaleik karla og kvenna
Kl. 13:15 Undanúrslit í meistaraflokki karla og kvenna
Kl. 14:00 Úrslitaleikir í meistaraflokki karla og kvenna
Kl. 14:30 Verðlaunaafhending
Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 3. mars kl 18:00 og skal senda skráningar á netfangið [email protected] eða sms skeyti í síma 8940040 fyrir þann tíma.
Hægt er að greiða fyrir keppni með millifærslu á reikning Borðtennisdeildar Víkings: Kennitala 6603850379, reikningsnúmer: 0525-26-3693
Dregið verður á skrifstofu BTÍ sama dag kl. 20:00. Upplýsingar um Íslandsmótið má nálgast á PDF formi með því að smella hér.