Davíð Jónsson, borðtennismaður úr KR og landsliðsmaður hélt þann 16. september sl. til Seúl í Suður Kóreu í þeim tilgangi að æfa borðtennis meðal þeirra bestu. Hafði hann viðdvöl í Tókýó, Japan á leið sinni þangað. Sjá um þetta frétt á dv.is.

Þann 1. febrúar 2012 sendi Davíð eftirfarandi pistil um ferð sína:
 


I S-Kóreu er húsaleiga virkilega dýr i samanburði vid margt annað. Þess vegna býr folk vanalega ekki i svo stóru husnæði og kýs þvi oftar en ekki að fara út ad borða i staðinn fyrir það að elda heima hjá sér.  Þar af leiðandi er allt pakkað á veitingahúsum. Á flestum veitingastöðum, er maður látinn sja um eldunina sjálfur.  En sá matur sem stendur upp úr hjá mér hérna úti er hið svokallaða  samgjyopshal (삼겹살). En það virkar einmitt þannig að maður velur sér tegund af kjöti, grillar það og vefur því svo upp í salatblað ásamt ýmsu meðlæti.  Upp til hópa er kóreskur matur virkilega góður. Þótt finna megi mat sem ég kýs oftast að láta ósnertann.  Sem dæmi þykir ekki óalgengt að hafa seigtyggjanlega kolkrabbaarma sem meðlæti.  Hrísgrjón fylgja svo með nánast hverri einustu máltíð, en það er engin mýta með það að Asíubúar elska hrísgrjón.  Kaffihús eru rosalega vinsæl hérna úti og finnast þau á hverju strái og stútfull í hvert skipti.  En vinsælt er að fara á kaffihús á stefnumóti, eftir máltíð eða bara nota þau til að læra heima.  Kóreubúar kjósa því að eyða löngum stundum þar við hin ýmsu tilefni.


Þegar ég hugsaði mér S-Kóreu fyrst áður en ég kom hingað, sá ég fyrir mér sól og blíðu allan ársins hring.  Það var kannski fullmikil bjartsýni í mér. En nú orðið ansi kalt og undarlega mikið af snjó sem minnir þó skemmtilega á íslenska veturinn.  Ég nota hér lýsingarorðið “skemmtilega”, þar sem ég er ekki bílkeyrandi að sinni.

Til gamans má geta að neglurnar mínar uxu ekki neitt svo ég viti fyrstu tvo mánuðina.  “Sem betur fer” eru þær aftur komnar á fullt skrið.  Mín ágiskun er sú að hve miklu minna er af D-vítamíni í fæðunni hérna úti hafi ollið naglavaxtarskortinum.

Ég fór fyrir nokkru síðan á “Pro-team match” á milli Samsung og Daewo.  Þar höfðu Ryu Seung Min og Joo-Se Hyuk úr Samsung betur í 3-1 viðureign.  Leikurinn var flottur og fyndið að fylgjast með brjálaðri stemmningu frá stuðningsaðilum beggja liða uppi í stúku.  Ég hitti svo örstutt á Ryu, þar sem hann og þjálfarinn minn núverandi eru góðir vinir.  Ég spjallaði reyndar ekkert við kappann, en hann tók vel eftir mér, ég verandi eini hvíti maðurinn í höllinni.  Það var líka mjög fyndið að ioma inn og fylgjast með viðbrögðunum hjá flestum þegar þeir sáu  왜국인 (útlending) koma inn i höllina.

Jimjilbang (짐질방) er fyrirbæri sem einkennir Kóreu virkilega mikið.  Jimjilbang er nk. Sauna með meiru.  En það virkar þannig að greitt er fyrir aðgang þar og getur maður verið eins lengi og maður vill, þar sem þau eru opin allan sólarhringinn.  Í þeim er nk. blanda af gufubaði, saunu, iglo-room (flestir geta eflaust getið sér til um hvað það er), heitum pottum og sameiginlegri svefnaðstöðu ásamt því að sjoppur og tölvuleikjasalir eru í þeim flestum.  Þau finnast nánast hvar sem er hérna í Seoul og alltaf fullt af fólki í þeim hverju sinni.  Fyrsta skiptið sem ég fór í hið svokallaða Jimjibang var það aldeilis sjón að sjá fullt af fólki sem búið var að dreifa sér út um allt á risa gólfi, allir eins klæddir í “Jimjilbang” fötunum.  Það er svo ekki óalgengt að sjá heilu fjölskyldurnar saman í Jimjilbanginu, nánast e.k. næturlangt fjölskylufrí.  Það kostar um þúsund kall að greiða fyrir aðgang þarnaog ég hef nokkrum sinnum nýtt mér þess konar aðstöðu þegar ég er langt frá heimilinu mínu og lestin er hætt að ganga.  Ég nýtti mér það sem dæmi eftir eitt mótið sem var fyrir utan Seoul.  Og ég var of seint á ferðinni fyrir lestina. Það er svo sem ekki leiðinlegt að vakna og skella sér um leið í heitan pott og svo í ísherbergið (igloo room).

Einnig ber að nefna það að allir eftirréttir og góðgæti hér í Kóreu líta fáranlega vel út, en eru svo alveg bragðlausir.  Ég fæ alltaf vatn í munninn þegar ég legg leið mína framhjá Dunkin Doughnuts, þar sem allir kleinuhringirnar þar virðast vera búnir til úr einhverju guðdómlegu.  En svo er það ekki ósvipað því að tyggja hreint hveiti hvert skipti sem ég fer þangað.

Annað atriði sem einkennir Kóreu, er það að þeir minnast voða sjaldan á þann aðila sem um er rætt í daglegu tali.  Það er, að í venjulegri setningu segja þeir sem dæmi ekki:  “Ég er að nota tölvuna.” Heldur eingöngu:  “Tölvuna nota.”  Þannig að oft skapast ruglingur á því hvort viðkomandi sé að spyrja að einhverju eða að fara með fullyrðingu.  Ég tók eftir því fyrst að margir segja sem dæmi oft: “himduroh”  (힘드롷), sem þýðir einfaldlega “þreyttur”.  En á íslensku myndi einhver öllu heldur segja sem svo:  “voðalega er ég orðinn þreyttur” eða eitthvað álíka.  Kóreubúar eiga það til að væla frekar mikið, og þá sérstaklega stelpur.  En ég heyri ósjaldan “væl-frasa” eins og  “힘드롷”, med miklum andköfum úti a götu.

Stelpu (og stráka) grúppur eru töluvert vinsælar her i Koreu. Hér má finna eitt týpiskt koreskt stelpulag:http://www.youtube.com/watch?v=U7mPqycQ0tQ.  Það mætti halda að þarna séu níburar á ferðinni en þetta er víst “ideal” lookið hérna úti.  Þess má geta að lýtaaðgerðir eru óvanalega vinsælar hérna og finnast auglýsingar um lýtaaðgerðir í nánast hverri lestarstöð.

Í kringum jólin flaug ég til Tokyo.  Hafandi farið þangað áður taldi ég mig vita nokkuð vel hvernig hlutirnir gengu þar fyrir sig.  Það kom mér þó þokkalega á óvart þegar ekki einn einasti hraðbanki ætlaði að taka við VISA kortunum mínum.  En þau Yen sem ég hafði tekið með mer fóru flest í það að borga fyrir gistingu.  Einnig hafði ég ekki hugsað fyrir því að koma með millistykki fyrir japönsku innstungurnar, en þegar ég var síðast í Tokyo útvegaði hótelið millistykki fyrir mig.  Því miður var ekki sama þjónusta í þessari ferð og voru símar og tölvan öll orðin batteríslaus.  Þannig að ekki gekk að hafa nein samskipti við fólkið sem ég hafði ætlað mér að hitta þar úti.  Einnig talaði ekki nokkur maður á gistiheimilinu ensku og þegar mér tókst loksins að koma því til skila að ég þyrfti millistykki, var eins og þau höfðu ekki hugmynd um það að innstungurnar væru með öðru sniði í Japan.  Eigandi túristabók um Tokyo, fann ég það út að best væri að finna hraðbanka í pósthúsi.  Verandi “við það að syngja mitt síðasta” (kannski ögn kaldhæðið að ég nefndi áður hve mikið væri um væl hjá Kóreubúum) eyddi ég síðustu yenunum mínum næsta dag í lestinni að næsta pósthúsi og gat þar fundið hraðbanka sem virkaði.  Einnig fann ég tourist information sem gat bent mér á það hvar ég gat keypt millistykkið sem ég þurfti.  En í flottustu og stærstu raftækjabúð sem ég hef farið í, var slíkt millistykki að finna á 18. hæð til hliðar við afgreiðsluborðið.

Eftir að allt var komið á hreint og ég hafði látið fólkið sem ég hafði hugsað mér að hitta, vita af ferðum mínum gat ég notið mín í Tokyo.  Stórmerkileg borg og svo yfirfull af fólki að ógerlegt er að lýsa.  Fyrst fór ég í Ueno garðinn, þar sem Tokyo science museum er að finna.  Garðurinn var fallegur og vísindasafnið með ólíkindum.  Ég náði einnig að skoða Yoyogi garðinn, kíkja á markaðinn í Tokyo og virða fyrir mér Tokyo Tower.  Ásamt ýmsu öðru.  Japanskur matur er nánast alltaf mjög góður og gat ég prófað nokkra mismunandi veitingastaði sem voru í uppáhaldi hjá innfæddum.  Tó hefði ég “kannski” frekar kosið jólamatinn heima fyrir í staðinn fyrir grape soda og sushi bakka úr 7/11 á aðfangadagskvöld.  Kannski það eina sem vantaði í ferðinni var að spila borðtennis.  En ég vissi að þeir hefðu bætt við morgunæfingum inn í æfingatöfluna “heima” í Kóreu.  Upp á síkastið hefur því ansi mikill borðtennis verið í gangi.  Það er spurning hvort ég þrauki þetta út áður en ég verð vitstola.  Heimferðin gekk vel.  Þó ég hafi verið nokkuð stressaður á heimleiðinni þegar mér var tilkynnt það á flugvellinum að flugfélagið tæki enga ábyrgð á því ef ég lenti í einhverjum vandræðum með innflytjendaeftirlitið, þar sem ég hafði látið það ógert að kaupa miða út úr Kóreu.  Sem betur fer gekk það allt greiðlega fyrir sig og ég er ekki (svo ég viti) eftirlýstur hjá útlendingaeftirlitinu. 

Um daginn (18. janúar) kom Bandaríkjamaður nokkur að nafni Adam Bobrow í heimsókn.  Hann er leikari að atvinnu sem spilar líka borðtennis þegar honum gefst tækifæri til.  Að eigin sögn þekkir hann einnig Halldóru Ólafs, borðtenniskonu með meiru, nokkuð vel.  Ming félagi minn er farinn aftur til Bandaríkjanna og Joel er frekar samur við sig um að lifa nokkuð fábreyttu lífi.  Það var því undir mér komið að sýna Adam hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Seoul.  Það var ansi skemmtilegt, en Adam er virkilega litríkur karakter.  Ég efast ekki um að ófáir hafi sé eftirfarandi myndband þar sem Adam tekur vægast sagt stórbrotið fagn á mjög viðeigandi tímapunkti í borðtennisleik

http://www.youtube.com/watch?v=hJn5L1nrkL4 

Um daginn var ég í sakleysi mínu að svara Sölva Péturssyni á Facebook þegar að tölvan mín chrasaði skyndilega og hefur mér ekki tekist að endurræsa henni.  Ég mun því eflaust þurfa að lifa n.k. hellisbúa lífi hér eftir.  Ég sit nú í svokölluðu PC  방, sem er nk. tolvuleikja spilunarstaður. Því i þessum skrifuðu ordum eru um 100 Kóreubúar þvílíkt einbeittir í tölvuleikjum eins og Star Craft allt um kring.  Ég er ekki frá því að menn eins og Gunnar Snorri væru heldur betur til í það að virða fyrir sér Star Craft menninguna hérna, en Kóreubúar eru frægir fyrir ofspilun tölvuleikja ásamt því að vera með hraðvirkustu internettengingu í heiminum.


Ég lýg því samt ekki að ég er farinn að hlakka til að koma aftur til Íslands.

 

Þann 25. nóvember 2011 sendi Davíð eftirfarandi pistil um ferð sína:

Mikið hefur drifið á dagana hérna í S-Kóreu síðastliðinn mánuðinn.Það að læra Kóresku er heljarinnar mál. Ekki að það sé flókið að komast upp á lag með letrið, heldur var það eins og allt hljómaði eins fyrstu dagana, núna hljómar allt nánast eins. En sem dæmi þá var ég rétt í þessu að spurja félaga minn hvað „balli“ þýddi, en ég hef heyrt það ófáum sinnum frá þjálfurunum þar sem ég æfi.Þá svaraði félagi minn því að „balle“ þýddi „laundry (þvottur)“, en satt best að segja þá var ég ekki alveg að kaupa það að þjálfararnir væru sífellt að kalla „laundry“! til nemendanna. Þannig að ég útskýrði mál mitt aðeins betur og þá fattar hann hvað ég átti við og sagði: „Aaah yes, „balli“, that means hurry“. En ég lendi sífellt í því að ég segi fólki frá því hvar ég bý, eða segi leigubílstjórum hvert þeir eigi að fara til þess að ég komist á mínar heimaslóðir. Svæðið þar sem ég bý heitir „Seoul Deybgu“ og ég reyni mitt besta við að bera það fram, en allt kemur fyrir ekki að Kóreubúunum takist að skilja mig. Og þá er það oftast að ég þurfi útskýra hvaða lestarstöðvum það er nálægt ofl. og þá loksins að þeir fatti hvað ég eigi við og beri það fram nákvæmlega eins (að mínu mati) og ég gerði það; „Aaahh, Seoul Deeeybgu“.Kóreska er þó mjög skemmtilegt mál að mínu mati og að læra það er ekki eins og að læra frönsku eða e-ð álíka mannskemmandi, heldur er það eins og nk. púsluspil að raða saman réttum Hangul-stöfum.

Eins og stendur er ég búinn að fara í tvær afmælisveislur hérna í Kóreu og bæði hafa þau verið þrælskemmtileg. Hið fyrra var hjá einum borðtennis hyung-inum þar sem farið var út að borða, og það tvisvar. En Kóreubúar eru mikið fyrir „seinni atrennu“ og jafnvel „þriðju atrennu“ á sama kvöldi. Hið síðara var afmæli hjá vinkonu hans Joels. Þar var minna um mat, en þó eins og áður var ekki verið að halda sig við sama staðinn. Lokaáfangastaðurinn það kvöld var þvílíkt flottur karaoke staður. En karaoke er mjög vinælt hérna af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.

Á mánudeginum síðast liðnum (14. Nóvember) byrjaði ég að æfa í nýrri æfingaaðstöðu. Ég er að æfa með krökkum sem eru á aldrinum 12-14 ára. Þó það hljómi frekar lágkúrulegt, þá eru þessir krakkar allir alveg fáránlega góðir og eru búnir að spila borðtennis dágóðann hluta af ævi sinni. Skólinn heitir Jang Chon Jodung Hackjo eða초등학교. Þar æfi ég alla daga vikunnar. Á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum er æft í 6 klukkutíma í senn, frá kl. 2 til kl. 8 með þremur rúmlega korterspásum. Á miðvikudögum kemur kvennalið frá íþróttaskóla nálægt 초등학교. Þær eru á aldrinum 16-17 ára og eru þær allar fáránlega góðar. Á föstudögum er æft frá kl. 2 til kl. 6, á laugardögum frá kl. 1 til kl. 3 og á sunnudögum frá kl. 2 til kl. 5-6. Það tekur mig u.þ.b. klukkutíma að komast með lestinni á æfingu. Á leiðinni get ég verið að undirbúa mig fyrir æfingu og lært Kóresku. Flestir Kóreubúar nýta tímann sinn á spjallsíðum eða horfandi á e-ð í símanum sínum. En það er nánast þannig að hver einasti Kóreubúi eigi snjallsíma. Þeir mundi frekar safna fyrir I-phone 4, heldur en að eiga pening fyrir nýju sokkapari. Oft þegar ég kem heim af æfingu er „peak hour“ á lestarstöðvunum og flestir að drífa sig heim og gilda þá oft ansi mikil frumskógarlögmál.

Í skólanum þar sem ég æfi í eru tveir þjálfarar, annar þeirra einhver alvarlegasti maður sem ég hef á ævi minn hitt og ætti frekar að vera í herþjónustunni að sjá um pyntingar á N-Kóreu mönnum eða eitthvað í þá áttina. Hinn þjálfarinn er kona í yngri kanntinum sem á strák í hópnum. Það gilda aðrar siðareglur hér í Kóeru varðandi það hvað tíðkast í uppeldi barna. Og eru þjálfararnir ekkert að hika við það að „taka aðeins í strákana“ ef þeir óhlýðnast örlítið, eða þá bara að þau séu í vondu skapi. Það gilda að sjálfsögðu aðrar reglur um mig, þar sem ég er eldri (og stærri en þau), sem betur fer. Aðalþjálfarinn gaf mér svo um daginn Kóreska landsliðsbolinn með landsliðsþjálfaranum  Lee Chul Seung aftan á. Þjálfararnir eru mjög góðir og kunna sitthvað í borðtennisfræðunum. Það er líka sjaldan að maður sjái þau klikka á blokkeringu. En blokkeringar eru áberandi flottar hjá Kóreubúum. Krakkarnir æfa á háum standard og halda boltanum á borðinu hvað eftir annað. Kúlunni má þó ekki skeika mikið til þess að þeir hlaupi um í kengjum á eftir henni.Einn strákurinn (sem er alveg lúalega góður btw) segir alltaf þegar ég slæ kúluna útaf þar sem hann nær henni ekki: „Deibidu, I am… very small“. Og fyllist ég þá sektarkenndar. Annars er gott að æfa með krökkunum þarna, þó þei r eru tífalt latari við það að leggja sig fram þegar þjálfarinn er t.d. á skristofunni sinniað reykja sígarettu eða spila Paduk við tölvuna (nk. Kóreskur skákleikur). En það er skiljanlegt þar sem það að spila borðtennis fyrir strákan er að mörgu leiti ekki ósvipað því að lesa skólabækur fyrir aðra grunnskólakrakka. Ég minnist þess að vinur minn hér í Seoul, hann Ming, sagði mér að þegar hann var í Daegwan að æfa, gáfu leikmennirnir þar oft frá sér stunur eins og þeir væru í hörku æfingu þegar þjálfarinn var í hinu herberginu, en þá voru þeir bara að halla sér upp við vegginn með krosslagðar fætur. Þjálfarinn átti þó að hafa komist að því nokkrum sinnum og þá gjörsamlega „misst það“ og látið leikmennina vera í stöðugum fjögurra tíma kúluæfingum eða þeir hafi átt að hlaupa í hringi í einhverja klukkutíma.

Krakkarnir í 초등학교eru mjög fyndnir og skemmtilegir. Þeir kenna mér kóresku á meðan að ég kenni þeim ensku við flest tækifæri. En S-Kóreubúar líta á það að læra ensku sem rosalega mikið mál. Og er það að mestu leiti vegna þess að til þess að fá vinnu hvar sem er er reynt á enskukunnáttu. Þ.a. hvort sem þú sækir um á Mc Donalds eða ferð í inntökupróf í Háskóla, þarftu að gangast undir nk. enskukunnátupróf. Það er samt alveg magnað hvað enginn kann ensku hérna. Oft er það vegna þess að Kóreubúar eru of feimnir við að tala hana. Það er nánast sama hversu mikið viðkomandi kann í ensku, ef maður spyr Kóreubúa hvort hann/hún tali ensku, þá er hógværðar hefðin sem ræður ferðinni og segjas þeir nánast alltaf tala litla sem enga ensku.

Það er orðið ansi kalt hér í Kóreu, hitastigið breytist þó eins og hendi væri veifað. Nú er þó ekki hægt að fara út úr húsi nema vera mjög vel klæddur. Það er heldur engin einangrun í skólanum þar sem ég spila. Þ.a. á einum mánuði fer ég frá því að geta varla spilað fyrir hita/svita yfir í það að halda spaðanum heitum innan undir bolnum í pásum.

Mótin hérna í Kóreu eru með töluvert öðru sniði en maður hefur vanið sig á. Það er til að mynda það enginn dómari á mótunum hérna og svo er líka bannað að hita upp fyrir leiki. Fyrir nokkrum vikum síðan spilaði ég í móti þar sem það gekk beinínis ekki vel. Því miður tapaði ég í oddalotu, leiknum sem réði úrslitum um „liðakeppnisleikinn“, en úr honum var beinn útsláttur. Það var samt skemmtilegur leikur og gaman að hafa 100 Kóreubúa að klappa fyrir sér og ennþá skemmtilegra að hafa 200 Kóreubúa að klappa gegn sér. Það getur þó verið erfitt að láta forgjafarkerfið fara í taugarnar á sér. Þar síðust helgi (12. – 13. nóvember) tók ég þátt í tveimur mótum. Annað þeirra var haldið í Dongdemun. Þar lenti ég í 3-4 sæti , en tapaði ég fyrir pennahaldara sem tók sér alltaf um mínútu fyrir hvert stig til að gera sig tilbúinn, þ.a. leikurinn (sem endaði í oddalotu) tók eflaust góðar 40 mínútur. Mér sýnist ég þó loksing hafa náð að komast upp á lag með mótaaðstöðuna hér í Kóreu þegar ég spilaði á sunnudeginum á móti í Uijeongbu og sigraði þar í 1. division + 2. division og spilaði þar allt í allt 7 leiki. Að vísu spilandi í 2. division þar sem ég byrjaði þá með tvö stig á móti þeim sem voru í 1. division. En eins og ég hef áður nefnt, að þá eru mótin hérna öll með forgjafarsniði.Úrslitaleikinn má finna hér í fjórum hlutum:

 

Uijeongbu er fyrir utan Seoul og tekur það rúman einn og hálfan klukkutíma til að fara þangað með lest. Sem betur fer eru almenningssamgöngur ótrúnlega ódýrar hér í Seoul.Takkujanið sem ég spila í þegar ég fer þangað uppeftir heitir eftir eiginkonu eigandans. Hún er aðalþjálfarinn þar og var í landsliðinu fyrir ekki svo löngu síðan. Hún er ekki ósvipuð Tómasi Guðjónssyni á sinn hátt. Bæði minna þau mig mikið á meistara Yoda, karakterinn í Star Wars myndunum. Maður veit að hann býr yfir þvílíkum mætti, en er ekkert mikið að nota hann.Yoda veit samt að allir gera sér grein fyrir aldri sínum, fyrri störfum og hæfileikum. Ég fékk svo fría „kennslustund“ frá henni þar sem hún dældi á mig kúlum þar sem lá við að hljóðmúrinn yrði rofinn. Hún var líka í því að þjálfa mig í mótinu sem átti sér stað í Uijeongbu, notandi nk. „ensku/kóresku handabands e-ð“ sem virkaði þó heldur vel, enda vann ég þetta mót.

Við hittum í síðasta mánuði nokkra háttsetta aðila frá KBS, sem er ein stærsta stjónvarpsstöðin hér í Kóreu. Þeir spila allir borðtennis og tókum við nokkra leiki við þá og fórum svo út að borða eftir á. Einn þeirra sem ég spilaði við átti víst að hafa verið í viðræðum í síðustu viku við handritshöfunda Prison Break og Lost. En það hefur lengi verið hugmynd hjá þeim að hafa einn þátt hjá sér í KBS um borðtennis. Ég veit þó ekki hvort það verði eitthvað úr því.

Yongji, vinur okkar hérna í Kóreu, þurfti að fara í herinn í síðasta mánuði og mun þurfa að vera í herþjónustunni rétt eins og hver annar kóreskur karlmaður. Við Joel hittum pabba hans Yongji, sem er umboðsaðili Joola í Kóreu. Hann gaf mér appelsínugulan Joola bol. Bolurinn er að vísu appelsínugulur og mun ég þar að leiðandi ekki geta notað hann á mótum. En í staðinn get ég notað hann á næstu Hrekkjavöku þar sem ég lít út eins og sjálflýsandi grasker í honum. Við spiluðum svo með þeim feðgunum í Takkujani áður en Yongji fór í herinn.

Á sunnudeginum tek ég þátt í öðru móti, vonandi að það gangi vel. Síðan fer ég til Japan í kringum Jólin til að endurnýja Kóreska Visað mitt og mun að öllum líkindum spila í klúbbi í Osaka í nokkra daga.

Þann 18. október 2011 sendi Davíð eftirfarandi fréttir af ferðinni:

“Ævintýrið í Suður-Kóreu heldur stöðugt áfram. Það fyrsta sem ég lærði þegar ég byrjaði að kynna mér kóreskunavar það að nei, eða eins og sagt væri á kóresku sem „nee“, þýðir já. Þannig að ekki byrjaði það vel. Í kórsku eru engin f, v eða p hljóð og þeir gera engan greinamun á r og l. En það er sami hangul stafurinn fyrir r og l. Nafnið mitt er borið fram sem Deibidu. Ég mun gera heiðarlega tilraun til að reyna að læra Kóresku, þó ég viti ekki alveg með það hvort ég komi heim altalandi.

Við Joel Roberts erum komnir með íbúð í svokölluðu Goshytelli. En það er nk. Hótel þar sem íbúðirnar eru á mjög lágu verði og fríar núðlur og hrísgrjón eins og maður getur í sig látið. Ég keypti þó mikið af eggjum svo að ég deyjiekki úr próteinskorti og/eða kolvetna overdoze-i.Staðsetningin er þó mjög hentug þar sem Takkujanið (nk. borðtennisklúbbur) okkar er í sömu byggingu, þ.a. ég tek bara lyftuna niður til þess að spila borðtennis.

Ég og Joel ákváðum að gerast meðlimir í Box-klúbbi sem er ekkinema nokkrametra frá íbúðinni. Þar er aðstaða til að lyfta og hlaupa. Efast þó um að ég gerist atvinnuboxari hérna í Kóreu.

Við erum duglegir að fara í mismunandi Takkujan. Um daginn spilaði ég í nokkurn tíma við fyrrverandi atvinnumann. Hann heitir Oh Dung Goune. Hann hafði alla sína ævi spilað borðtennis í borðtennisskóla.Hann er ekki nema 23 ára gamall en æfir ekkert eins og stendur. Hann er að vísu alveg fáránlega latur og nennir svoleiðis ekki að spila borðtennis. Eflaust að hann hafi fengið nóg af því. En valmöguleikarnir eru ekki það miklir fyrir flesta Kóreubúa. Svo að Oh Dung Goune vinnnur núna í Takkujani sem þjálfari. Ég sá það strax að hann hefur gífurlega þekkingu á borðtennis og þá sérstaklega á tæknilegu hliðinni. Eftir að hafa reynt að koma því til skila í u.þ.b. hálftíma að ég vilidi endilega fá kennslu frá honum. Þá tókst mér það loksins. En hann talar í fyrsta lagi enga ensku og í öðru lagi talar hann eins og önd. En ég fékk mínar tvær kennslur á þriðjudegi og miðvikudegi. Þ.e. að ég þurfti að þola að hlusta á e-rja önd sem kunni miklu meira en ég í borðtennis hlæja að tækninni minni og dæla á mig kúlum á ljóshraða. En eftir miðvikudagsæfinguna fórum ég, Ming, Joel, Oh Dung Goune og annar náungi sem heitir Jin út að borða. Jin er hyung-inn okkar, þar sem hann er eldri en við. Hér í Kóreu haldast virðing og aldur viðkomandi fast í hendur. Þar sem Jin er okkar hyung kaupir hann alla drykki og mat fyrir okkur og er mjög hjálpsamur með allt sem okkur skortir. En á móti kemur að hér tíðkast einnig mikil virðing í garð huyngsins þinns og þú þarft þá í raun að gera allt það sem hann segir þér að gera. En þegar við fórum út að borða kom Jin auga á þrjár stelpur sem sátu á borði við hliðina á okkur sem honum leist vel á. Þá segir hann við Oh Dung Goune að hann þurfi að tala við þær og bjóða þeim að sitja með okkur. Þannig að aumingja Oh Dung Goune þurfti að drekka í sig hugrekkið beint úr shoju flöskunni, því það þýðir ekkert annað en að gera það sem hyunginn þinn segir þér að gera.En shoju er eins og nk. vodka drykkur, nema mildari. Voðalega vinsælt hér í kóreu að drekka shoju og jafnvel að blanda því saman við bjór sem kallast þá „mekju“. Það þykir mjög góður eiginleiki að drekka vel og borða vel hér í Kóreu. Þó er það alveg magnað hvað Kóreu búar eru grannir yfirleitt.

Við þekkjum nokkra hyunga, en þeir bætast alltaf við þar sem við kíkjum sífellt í ný Takkujan. Það tíkast mjög mikið af fara saman út að borða eftir daginn í Takkujaninu, sérstaklega þó ef það hefur verið mót yfir daginn.

Ég fór föstudaginn 7. október og tók þátt í móti í Takkujani í Uijeongbu þar sem William Waltrip bauð mér að taka þátt í. William vinnur fyrir bandaríska herinn hér í Kóreu og er mjög hjálpsamur með allt sem við þurfum á að halda. Hann talar líka fullkomna kóersku, sem kemur sér rosalega vel. Við Joel fórum og hittum hann í „The Army facility“ sem er í miðri Seoulfyrir nokkru síðan. En það var eins og að lenda í nk. bandaríkskri borg hér í miðri Seoul , sem dæmi eru dollarar notaðir sem gjaldmiðill. En „Army-facility-ið“ er alveg fáránlega stórt. Þar gat William reddað fyrir mig síma, en vanalega fá ferðamenn ekki síma til eigin notkunar og íslenski síminn virkar ekki hérna úti.

Án þess að ég hafi komið mikið að því stofnuðu Mike Meier og William nýjan klúbb hér í Kóreu sem heitir Korean foreighner table tennis club. Þar sem við erum fimm meðlimir. Við erum núna sponsoraðir af Kóreska borðtennisfyrirtækinuNexy. Þannig að ég kvarta ekki. Ég mun bara segja upp samningnum við þá þegar Butterfly vilja finna sér einhvern annan en Timo Boll til að „representa“ vörurnar sínar.

Ég, Ming, Joel, William, Mike og Neil tókum allir þátt í móti á sunnudeginum síðast liðna. Neil vinnur fyrir bandaríska herinn og Mike er alþjóðadómari sem vinnur hér í Kóreu. En Joel kynntist honum á síðast Korean open, þar sem hann var að spila og Mike a dæma. Mike er með reglurnar algjörlega á hreinu og hefur gaman af því að tala um þær. Efast ekki um að Kári Mímisson væri til í hitta hann.Mike hefur verið að dæma á stórmótum síðustu 6 árin og vonast til að geta dæmt á Ólympíuleikunum eða heimsmeistaramótinu í framtíðinni. Hann talaði um það að leikmenn væru alltaf mjög vingjarnlegir til að byrja með við dómarana, en svo sem dæmi ætlaði Samsonov einhvertíma ekki að leggja árar í bát í rifrildi sínu við Mike, þegar hann dæmdi á það að gúmmíið hans væri of þykkt.

Í mótinu gekk mér þó alls ekki vel og var ég alveg að verða vitlaus yfir því hvernig aðkoman var á þessu. Í fyrsta lagi er það óleyfilegt að hita upp, í öðru lagi er völlurinn minni en íbúðin mín (sem er mögulega minni en klósettið ykkar) og í þriðja lagi er ekkert dæmt á ólöglegar uppgjafir eða stigið endurtekið ef einhver stígur á fótinn þinn í miðju stigi. Síðan voru einungis spilaðar tvær lotur unnar, þ.a. það var erfitt að komast í gang eftir að hafa ekki hitað neitt upp. Við Joel reyndum að slá aðeins inn en þá var gargað í míkrafóninn að við ættum að hunskast frá borðinu. Ég komst ekki einu sinni upp úr riðlinum, en ég efast ekki um að þetta sé bara e-ð sem maður þarf að venjast og nýta sér tilgóðs. Þetta var ekki svo stórt mót, a.m.k. töluðu Joel og Ming um að þetta væri bara pínulítið miðað við flest önnur mót. Þetta var samt algjört amateur mót og Joel vann Ming í úrslitum á því í first division. Við stóðum okkur þó nokkuð velí team event-inu, en unnum það reyndar ekki. Ég spilaði einhvern tæpasta og mest tense leik sem ég hef nokkur tíma vitað um. Það var leikurinn sem skar úr um það hvort liðið okkar kæmist áfram. Í höllinni voru eflaust 200 manns að horfa á leikinn og endaði hann með því að ég vann þennan pennahaldara í úrslitalotu 11-9. Það var samt alveg fáránlega gaman að vera í high-fiveunum í miðjum leiknum og með hundrað kóreubúa að klappa fyrir sér.

Á föstudeginum 14. október fórum við Joel og spiluðum í Seoul Yeongsang girls high school. Þar voru stelpur sem voru virkilega góðar. Við kepptum við þær og það byrjaði með því að ég var rassskelltur af einni stelpunni. Síðan spiluðum við Joel tvíliðaleik og töpuðum honum. Við spiluðum upp á pening, eins og það tíðkast stundum. Síðan keppti ég við stelpu sem var með takka í forhönd, það var heldur betur öðruvísi. Hún sigraði fyrstu lotuna, en svo tókst mér að komast á lag með það hvernig ég ætti að spila á móti henni og vann næstu þrjár. Þar næst spiluðum við aftur tvíliðaleik og í þetta skiptið unnum við. Loks spilaði ég aftur við sömu stelpu og í fyrsta leiknum. Í stöðunni 2-2 var hún yfir 9-3 og ég hélt að allt væri að fara að endurtaka sig. En sem betur fer hrökk ég í gang og sigraði 11-9!

Þjálfarinn var þá ekki sáttur með þær og lét þær púla gífurlega lengi. Annað kvöld fórum við, Ming og Joel út að borða með þjálfaranum og kærustunni hans. En þjálfarinn, hann Young Bum Park er besti vinur Ryu Seung Ming og Hyung-inn hans. Hann hringdi í Ryu vel í glasi, og tók maður eftir því að hann talaði niður til Ruy og Ryu upp til hans vegna þess að Young Bum Park er árinu eldri. Þannig að ég fékk að spjalla aðeins við Ryu í gegnum símann. Hann talar ágæta ensku, en Joel var að kenna honum þegar hann var enn í Kóreu. Hann hringdi reyndar í Joel um daginn og sagði að hann væri að æfa með liðinu sínu í Frakklandi alveg fram yfir áramótin, þ.a. ég efast um að maður fái að hitta hann þangað til. Það kíkti síðan til okkar vinur þjálfarans sem hafði mjög gaman af því að sýna okkur box taktana sína við matarborðið eftir nokkuð mörg Mekju glös.

Á mánudeginum sl. fórum við Joel uppeftir í nk. grunnskóla þar sem krakkar á aldrinum 9-13 ára æfa stöðugt allan daginn. Krakkarnir ráku upp stór augu þegar þeir sáu tvo Wegugynes (útlendinga), annan þeirra svartann og hinn hvítan og ljóshærðann. Þessi pínulitlu krakkar, og þá meina ég agnar-agnarsmáu krakkar, gátu svo sannarlega æft á háum standard. Margir þeirra náðu varla með augun upp fyrir borðið, samt gátu þeir lúbbað eins og enginn væri morgundagurinn í stöðugum kúluæfingum. Þeir sýndu líka svakalegan baráttuvilja í hverjum einasta leik sem þeir kepptu og görguðu hin ýmsu hljóð nánast í upphafi hvers stigs. Ég byrjaði á því að spila við einn strákinn um leið og við komum inn. Honum tókst að pakka mér saman. Ég var þá jafnvel að pæla í því að spila bara með pennahaldi það sem ég átti eftir að ævinni. En síðan hitnaði ég og leikirnir héldu áfram. Allt í allt vann ég u.þ.b. átta leiki en tapaði tveimur. Ég náði sem betur fer að hefna mín á krakkaskrattanum sem vann mig fyrst. Síðan var æft stíft á seinni æfingunni. Kóreubúar eru rosalega hrifnir af því að æfa hina einföldustu hluti aftur og aftur. Þannig að það sem mér fannst vera klukkutíma upphitun var bara venjuleg æfing hjá krökkunum. Í hlénu á milli æfinga borðuðum við Joel með þjálfurunum tveimur. Annar þeirra var ung kona sem átti son í hópnum. Hinn þjálfarinn var með alvarlegri mönnum sem ég hef hitt, hann var samt sem áður mjög vingjarnlegur við mig. En Joel sagði mér að hann hafi séð hann vera virkilega harðann við krakkana. En eitt sinn var einn strákurinn ekki að gera armbeygjurnar réttar og hafi þá þjálfarinn tekinn hann upp og látið hann hanga á slá þar sem fallið var rúmur metri niður þegar krakkinn datt og hafi þjálfarinn endurtekið það aftur og aftur. Einnig eiga að hafa átt sér stað svakalegar misþyrmingar í garð krakka, allt frá því að hafa verið dregnir á eyrunum yfir í að hafa verið lamdir með golfkylfum. En það er ekkert „elsku mamma“ fyrir flesta kóreska krakka. Og í rauninni er lífið ekkert auðvelt fyrir margann Kóreubúann og lítið af valmöguleikum, þ.a. þar sem þú ert staddur í lífinu þarftu að dúsa við og gera það vel. Annað en á Íslandi, þar sem þú gætir jafnvel heimtað bætur frá ríkinu og spilað World of Warcraft reykt hass alla þína ævi. En sem dæmi sagði Joel mér að í lokin á skólaárinu hjá stelpunum hafi flestar stelpurnar sem höfðu verið að spila borðtennis alla sína ævi, verið grátandi vegna þess að þær væru að fara að útskrifast og þyrftu því að hætta vegna þess að þær væru alls ekki nógu góðar til að spila fyrir pró-team og þyrftu því að fara í háskóla þar sem ekkert kæmi til greina nema hætta í borðtennis.

Sem betur fer er það þó ekki svo harkalegt fyrir alla hér í Kóreu, og geta margir stundað nám ásamt því að vera í stöðugri æfingu. En krakkarnir sem voru í grunnskólanum voru rosalega lífsglaðir og létu eins og algjörir apakettir þegar þjálfarinn var ekki til staðar, gerandi grín af okkur; kallandi Joel King Kong og mig Handsome boyju (reyndar eins og annar hver Kóreubúinn).Þeim fannst líka mjög gaman að gera tilraun til þess að hoppa upp og reyna að snerta afróið á Joel eða ljósa hárið mitt. En mér sýnist krakkarnir hafa verið mjög ánægðir með mig þar sem ég var að gantast í þeim allan daginn. M.a. talandi eins og Andrés Önd og var með fleira spaug. Þeir vildu endilega að ég kæmi aftur til þeirra og ég mun svo sannarlega gera það. En vanalega borga spilarar fyrir að fá að spila þarna. Þannig að það var greinilegt að þjálfararnir voru sáttir með mig þar sem þeir báðu mig velkominn aftur og skutluðu mér meira að segja alla leið aftur til Seoul Deybgu (þar sem ég er með íbúðina).

Ídag (18. október) hitti ég borðtennisspilara sem heitir Youngji og át kvöldverð með honum. Youngji hætti að vísu fyrir 6 árum síðan, þó er hann ekki nema 23 ára. Þannig að hann hætti aðeins 17 ára gamall. Hann bjó í Bandaríkjunum í fjögur ár og talar því fullkomna ensku. Það var þvílíkur léttir fyrir mig að geta tjáð mig við hann alveg fullkomlega. Youngji var á sínum yngri árum alveg hrikalega góður og þykir mér það miður að hann hafi hætt að spila svona ungur. En hann vann m.a. US Open undir 18 ára. Hann var bestur í skólaliðinu sínu í Taekwon. En þar spilar líka atvinnuliðið Seoul men‘s team. Youngji er líka m eð world ranking u.þ.b. 300 og það einungis 17 ára eftir fáein alþjóðleg mót. Núna þarf hann þó eins og hver annar kóreubúi að uppfylla sín 2 ár í herþjónustu. En hann hefur alla sína æfi æft stíft með skólaliðinu sínu í Taekwon og ætlar hann að gefa mér intruduction þangað, þar sem hann þekkir enn alla þjálfarana persónulega, þ.a. vonandi kemst ég í stífar æfingar mjög fljótt með Tekwon. Það er samt svolítið erfitt að horfast í augu við það hversu hrikaleg tæknin hjá mér er eins og stendur. En ég mun komast yfir það fyrr en varir.

Ég tek eftir ýmsu sem einkennir Kóreu og er ólíkt öðrum löndum. Mér er þó efst í huga með það að mest megnið af þeim stelpum sem ég hef hitt, spurja mig um það í hvaða blóðflokki ég tilheyri. Ég hef vissulega enga hugmynd um það. Þá reka þær upp stór augu, því það er heljarinnar mál hvaða blóflokki maður tilheyrir hér í Kóreu, því það á að vera einhverskonar leiðsögn fyrir sampörun einstaklinga, eða eitthvað í þá áttina. A.m.k. er þetta stór mál hér í Kóreu. Einnig hef ég tekið eftir að fólki er nett sama um það hvort það sé rautt ljós eða ekki þegar það er að keyra. Ef það sé ekki lögreglubíll við hliðina á þér, eða herþyrla fyrir ofan þig, þá keyrir fólk yfir á rauðu þegar því sýnist, þá sérstaklega leigubílstjórar. En leigubílstjóarnir eru þó upp til hópa mjög vingjarnlegir og hjálpsamir og vilja alls ekki að maður eyði peningunum sínum að óþörfu. Til dæmis að ef maður spyr leigubílstjóra um það að fara á ákveðinn stað, bendir hann manni oft á það að auðveldara sé að labba vegalengdina, eða jafnvel að taka leigubíl hinum megin á götunni, því annars þurfi hann að snúa við og það kostar mann auka pening. Annars eru almenningssamgöngur mjög ódýrar hérna og auðvelt að notast við þær. Kóreubúar eru stoltir af menningu sinni og siðum. En ég er sífellt að læra hvernig ég á að haga mér við matarborðið við aðra meðlimi borðsins. Sem dæmi skal alltaf skála glasinu sínu neðar en glas þess sem er eldri en maður sjálfur. Og ef viðkomandi segir „One Shooot!“ þá verður maður að klára úr glasinu sínu, sem og hinn þarf að gera. Einnig má aldrei hella sjálfur í glasið sitt, annar einstaklingur við borðið þarf alltaf að gera það. Og ef að viðkomandi sem hellt er fyrir sé yngri en maður sjálfur, skal maður hafa vinstri hönd við hægri brjóstkassa, en ef viðkomandi sé eldri skal höndin vera ofan við hægri framhandlegginn. Ýmsar reglur eins og þessar halda Kóreubúar mjög hátíðlegar og eru stoltir af.”

Davíð sendi félögum sínum fyrstu fréttirnar af dvölinni þann 1. október sl.

Ferðasagan á sér upphaf í London, þangað sem ég fór til að heimsækja Hjalta bróður minn. Þaðan frá flugum við til Tókýó og gistum þar í tvær nætur. Tókýó stendur svo sannarlega undir nafni varðandi það að vera dýrasta borg í heiminum, þó að hægt sé að lifa í ódýrari kanntinum. En þú getur keypt þér núðluskál fyrir 700kr en einnig drykk fyrir 30.000kr. En við Hjalti reyndum þó að halda okkur í ódýrari kanntinum mest allan tímann. Það fyrsta sem við sáum af Japan var lestarstöðin í Shinjuku, en þaðan lentum við beint af lest frá Narita flugvellinum. Í Shinjuku fara að meðaltali tvær milljónir manna í gegn hvern einasta dag og er þetta því lang stærsta lestarstöð í heiminum. Og við vorum eimitt á annríkasta tímanum þegar við lentum. Í Tókýó fór ég og kíkti til þeirra í Meiji háskólanum, þar sem Íslands vinurinn Thor Truelsson spilaði og er með sambönd í. En eftir að hafa skilið hvernig lestarkerfið virkaði og eftir að hafa gengið framhjá tíu þúsund hafnarboltavöllum komst ég loksins á áfangastað. Í Meiji kunni nánast enginn ensku, en þeir fundu einn leikmanninn sem talaði bjagaða ensku. Ólafur Páll hafði hjálpað mér að setja saman texta á japönsku sem sagði þeim allt sem að ég vildi að kæmist til skila. En það var hrikalega tæpt að mér hefði ekki tekist að prenta út bréfið og þá hefði þetta verið örlítið strembnara. Mér sýndist þó á þeim að þeir hafi kunnað að meta það að ég hafi mætt til þeirra í eigin persónu. Aðalþjálfarinn var að vísu ekki við, en þeir sögðu mér að ég þyrfti að koma skilaboðunum áleiðis í gegnum íslenska borðtennissambandið sem hefði þá samband við japanska borðtennissambandið og það svo loks við Meiji. Ég lét þetta þá duga að sinni og hafði samband við BTÍ. Það sem ég tók þó eftir um leið og ég lenti í Japan, var að Japanir eru ekki eins kurteisir og af er látið. Heldur eru þeir þúsund sinnum kurteisari en ég bjóst við að minnsta kosti, en það þykir ekki óeðlilegt að hneygja sig eftir hverja setningu sem er sögð. Einnig eru þeir mjög vingjarnlegir, þó svo að enskukunnáttan er ekki á neitt rosalega háu plani, þannig að þeir eiga oft erfitt með að svara manni skikkanlega. En þeir í Meiji spurðu mig svo hver næsti áfangastaður minn væri og ég sagði þeim að ég væri að fara í Tamasu company (Butterfly höfuðstöðvarnar). En leikmaðurinn sem kunni bjöguðu enskuna ákvað að fara þangað með mér og sýna mér nákvæmlega hvar það var. Svo að hann Namaya fylgdi mér í klukkutíma ferðalagi til Butterfly höfðustöðvanna. Ég kynntist honum ágætlega og hann sagðist vera á sínu öðru ári í Meiji og að hann æfði 30 tíma á viku. Ekki slæmt það! En því miður var Butterfly lokað vegna einhverskonar hátíðardags. En Næsta dag flugum við Hjalti til Seúl. Og það litla sem ég hafði lagt á minnið í Japönsku þurfti ég að gleyma og byrja frá byrjun í nýju óskiljanlegu Asíumáli. Það sem einkennir þó Kóreskuna er að það eru ýmsar leiðir til að segja hlutina og hver leið er á mismunandi kurteisisstigi. Það fer mjög mikið eftir aldri þess sem þú talar við, hvernig þú talar. Og hvort þú sért eldri en viðkomandi. Einnig er víst allt annað mál notað í dagblöðunum. Þannig að ef þú lærðir Kóresku fullkomlega og ætlaðir þér að lesa forsíðufréttina á nýjasta dagblaðinu, gætiru ekki skilið orð af því sem væri skrifað. Ég er þó búinn að læra Hangul letrið sem er notað hér í Kóreu, en það er mun auðveldara en það japanska og kínverska.

Í Seúl var Hjalti með mér í tvo daga og við náðum að gera ansi mikið á þessum tveimur dögum, en hann fór síðan aftur til London og ég hitti þá tvo Bandaríkjamenn sem heita Nathaniel Ming Curran og Joel Roberts. Þeir eru báðir borðtennisspilarar og eru ansi hreint góðir. Ming er í skóla hér í Seúl sem skiptinemi frá Bandaríkjunum. Og eins og stendur þá er ég að leigja íbúð með honum. Joel er með bakhönd sem er vægast sagt rosaleg, en vonandi að ég nái að afrita eitthvað af henni í mitt spil. Ming og Joel eru báðir altalandi í Kóresku og hafa hjálpað mér mjög mikið við að aðlagast lífinu hérna.

Það er endalaust mikið af borðtennisklúbbum í Seúl, hin svokölluðu Takkujan eru alls staðar, en það er heitið fyrir nk. „borðtennismiðstöð“ þar sem endalaust mikið er af hobbý-spilurum. Mikið af eldra fólki spilar íþróttina og það lítur út fyrir að ef Kóreubúar finni sér eittthvað áhugamál þá stundi þeir það að krafti alla daga og alltaf. En meira en helmingurinn af spilurunum sem ég hef talað við byrjuðu mjög seint í borðtennis en stunda íþróttina samt af fullum krafti. Hvert einasta Takkujan er með endalaust mikið af borðtenniskúlum og risastór net á hjólum sem eru notuð til að grípa kúlurnar fyrir uppgjafaæfingar og kúluæfingar. En það skiptir engu máli hversu langt þú ert kominn eða á hvaða aldri þú ert, þá færðu alltaf þinn æfingatíma með þjálfara í kúluæfingum eða einkakennslu. Þannig að þó þú sért 50 ára gamall og byrjaðir í síðustu viku, þá er samt verið að æfa höggin mjög mikið og fínhreyfingarnar bættar frá grunni.

Joel og Ming eru að hjálpa mér með að finna góða æfingaaðstöðu. En Joel þekkir Ryu Seung Ming (Ólympíumeistarinn 2004) mjög persónulega og var nýlega í brúðkaupinu hjá honum. En Ryu bauð Joel að æfa með klúbbnum sínum í Seúl, Samsung. Í Samsung eru spilarar sem æfa á virkilega háum „standard“ og af miklum eldmóð. Joel afþakkaði boðið um að spila með Samsung, aðallega vegna þess að þetta var full stór biti til að gleypa við svo skyndilega. Og þegar hann fékk boðið var hann ekki í mikilli æfingu. En það er möguleiki ef við náum að bæta okkur fljótt, að við fáum inngöngu í Samsung. Stór orð og engin loforð, en það er draumurinn og stefnan.

Það er virkilega mikið af fyrrverandi atvinnumönnum hér í Seúl, sem eru samt sem áður mjög ungir og margir hafa hætt í atvinnumennskunni vegna ákveðinnar herskyldu sem hver og einn karlmaður í Kóeru þarf að uppfylla einhvertíma á milli tvítugt og þrítugt u.þ.b. Ég er líka að reyna að vinna í því að fá að spila við þá sem mest.

Það sem einkennir Seúl fyrir utan endalaust mikið af háhýsum og þéttleika, er það hvað borgin er sífellt á lífi og allir ávallt úti. Sama hvað klukkan er, þá er alltaf mjög mikið af fólki útifyrir.

Ég hef líka komist að því að Kóreubúar vægast sagt elska ljóst hár. Og bara útlendinga almennt, þeir eru hrifnir af því sem er öðruvísi og sýna manni mikinn áhuga þegar kemur að borðtennis. Sem dæmi keppti ég einn leik við þjálfarann í einu Takkujani og þá hættu að spila og horfðu á með undrunaraugum á leikinn. Ming og Joel tala líka um það að á mótunum þá fylgjast allir með þeim þegar þeir spila og eru jafnvel í „high-five-um“ og gerandi allt vitlaust í miðjum leiknum. Það er mikið um mót hérna, en næsta mót sem ég er skráður í er 16. október. Það verður spennandi að sjá hvernig það gengur fyrir sig.

Næturlífið í Seúl er líka einkennilega skemmtilegt. Í fyrsta lagi þá eru þeir búnir að „mastera“ mismunandi dansa við mismunandi lög og maður sér marga sem mæta jafnvel með bakpokann á djammið og dansa með hann á sér í allt að fimm tíma. En það verður ekki tekið af Kóreubúum að þeim finnst gaman að dansa og eru ansi góðir í því. Það finnast líka mjög fyndnar shuffling týpur á dansgólfinu.

Frábært að fá þessar fréttir frá Davíð.