Íslandsmeistaramótið í flokkakeppni unglinga fór fram í KR-heimilinu við  Frostaskjól í dag. Þátttakendur komu frá BH, HK, KR og Víkingi.

KR sigraði í öllum þremur flokkum drengja. HK sigraði í flokki meyja 15 ára og yngri og sameiginlegt lið HK og Víkings vann í flokki ungmenna stúlkna 19-21 árs. Keppni féll niður í flokki stúlkna 16-18 ára.

ÁMU

Verðlaunahafar í liðakeppni meyja 15 ára og yngri (Mynd: Finnur Hrafn Jónsson)