Keppendur Íslands á Evrópumeistaramóti unglinga í Póllandi
Ísland sendir keppendur á Evrópumeistaramót unglinga, sem fram fer í Gliwice í Póllandi 14.-23. júlí. Send verða lið í kadettflokki pilta og juniorflokki drengja, auk þess sem Sól Kristínardóttir Mixa keppir í einstaklingskeppni.
Þessir keppendur verða af Íslands hálfu á mótinu:
Kadett piltar:
Alexander Ivanov, BH
Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
Tómas Hinrik Holloway, KR
Junior drengir:
Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
Steinar Andrason, KR
Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH
Einstaklingskeppni í stúlknaflokki:
Sól Kristínardóttir Mixa, BH
Þjálfarar á mótinu verða Tómas Ingi Shelton, unglingalandsliðsþjálfari, og Pétur Gunnarsson, þjálfari hjá KR.