Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Magnús Gauti sigraði í karlaflokki á Mega Cup í Osló

Magnús Gauti Úlfarsson sigraði í opnum flokki karla á Mega Cup, sem fram fór í Osló um helgina. Í úrslitum lagði hann Filip Dagslett úr B-72 klúbbnum. Magnús Jóhann Hjartarson og Þorbergur Freyr Pálmarsson höfnuðu í 5.-8. sæti í flokknum.

Magnús Gauti var ekki sá eini úr hópi leikmanna úr BH sem komst á verðlaunapall:
Alexander Ivanov og Sól Kristínardóttir Mixa sigruðu í liðakeppni í C-flokki.
Kristján Ágúst Ármann varð annar í flokknum Gutter 15 og Heiðar Leó Sölvason varð í 5.-8. sæti eftir tap fyrir sigurvegaranum í flokknum.
Magnús Jóhann Hjartarson varð í 2. sæti í flokki Under 2350 poeng eftir tap í oddalotu í úrslitaleik. Þorbergur Freyr Pálmarsson varð í 3.-4. sæti og Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson í 5.-8. sæti.
Sól Kristínardóttir Mixa varð í 4. sæti í opnum flokki kvenna.

Forsíðumynd frá Magnúsi Gauta og hópmynd frá Ingimar Ingimarssyni.

Aðrar fréttir