Borðtennismaðurinn Magnús Gauti Úlfarsson úr BH var einn 10 íþróttakarla sem voru tilnefndir sem íþróttakarl Hafnarfjarðar 2018. Viðurkenningarnar voru veittar 27. desember sl. Magnús varð þó ekki fyrir valinu í þetta skiptið heldur var það kylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili, sem var valinn.

Sjá tilnefningarnar á slóðinni https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/ithrotta-og-vidurkenningarhatid-2018.-ithrottamadur-hafnarfjardar

Þann 29. desember tóku svo Magnús Gauti og Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, við viðurkenningum sínum fyrir að hafa verið valin borðtennisfólk ársins á vegum ÍSÍ. Sjá myndir á fésbókarsíðu BTÍ.

 

ÁMU