Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit frá móti í Bolungarvík

Um síðustu helgi fór fram fyrsta borðtennismót Borðtennisdeildar Ungmennafélags Bolungarvíkur. Keppt var í fjórum flokkum en alls tóku 11 keppendur þátt í mótinu, þar af 6 á sínu fyrsta borðtennismóti.

U11 blandaður flokkur

Birkir Ívar Halldórsson og Jakob Bjarki Eiðsson

U14 karla

Máni Adrian Róbertsson, Natan Gabríel Bragason, Alan Eugeniusz Knop, Jóhann Pétur Halldórsson

U23 blandaður flokkur

Kristín Líf Kristjánsdóttir og Eydís Ósk Kristjánsdóttir

Opinn flokkur

Sigurður Hólmsteinn Olgeirsson, Yuki Kasahara, Þorsteinn Goði Einarsson, Natan Gabríel Bragason

Keppt var í opnum flokki á laugardagseftirmiðdegi og í öðrum flokkum á sunnudagsmorgni. Öll úrslit má finna á Tournament Software.

Þess má geta að BTÍ fékk styrk frá Hvatasjóði til að halda þetta fyrsta mót UMFB, sem stofnaði borðtennisdeild fyrr á árinu en Amid Derayat leiðir starfsemina.

Bjarni Þorgeir Bjarnason var yfirdómari og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir var mótsstjóri.

Bjarni Þorgeir Bjarnason og Darian Adam Róbertsson Kinghorn stýrðu jafnframt æfingu á laugardagsmorgni, sem var vel sótt.

Vel var tekið á móti aðkomufólki sem naut náttúru svæðisins og gestrisni heimamanna þessa uppstigningardags- og sjómannadagshelgi og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Mynd efst í frétt er af öllum keppendum í opnum flokki.

Aðrar fréttir