1. deild karla 2012-2013
Í þessu skjali hér er að finna leikjaskrá 1. deildar karla 2012-2013. Er leikjaskránna einnig að finna hér til hægri á upphafssíðu BTÍ. Fyrstu leikirnir fara fram nú í þessari viku en um er að ræða viðureignir Víkings C og Víkings D nk. miðvikudag 26. september í TBR kl. 19.00 og leikur KR A og Víkings B í KR heimilinu kl. 18:30 sama dag. Má búast við hörkuviðureign í báðum leikjum og eru allir hvattir til að mæta og sýna liðum sínum stuðning.