Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

2. umferð í 1. deild kvenna hefst miðvikudaginn 16. nóvember

2. umferð í 1. deild kvenna hefst miðvikudaginn 16. nóvember, með leik HK og A-liðs Víkings í Kópavogi. 

Samkvæmt leikjaáætlun á B-lið KR að leika við Dímon á Hvolsvelli laugardaginn 19. nóvember. Hugsanlega verður sá leikur færður til vegna kvennalandsliðsæfingar sama dag.

Vikingur hefur dregið B-lið sitt úr keppninni og taka því 5 lið þátt í 1. deild kvenna í vetur. 
Þá eiga tveir frestaðir leikir í 1. deild karla að fara fram í vikunni. Á mánudagskvöldið 14. nóvember áttu Víkingur-B og Víkingur-D að leika. Ekki hafa borist fregnir af þeim leik.
Miðvikudaginn 16. nóvember leika svo Víkingur-B og HK í TBR-húsinu. 
Nánari tímasetningar má sjá í viðburðardagatali.

ÁMU

Aðrar fréttir