47 keppendur á héraðsmóti HSK
Héraðsmót HSK í borðtennis var haldið á Hvolsvelli 13. nóvember. Keppendur voru 47 frá þremur félögum, Dímon, Garpi og Heklu.
Sigurvegarar í einstökum flokkum voru þessir:
Tátur 11 ára og yngri: Sóley Alexandra Jónsdóttir, Dímon
Hnokkar 11 ára og yngri: Bjarni Þorvaldsson, Dímon
Telpur 12-13 ára: Þóra Björg Yngvadóttir, Garpur
Piltar 12-13 ára: Þorgils Gunnarsson, Hekla
Meyjar 14-15 ára: Elín Eva Sigurðardóttir, Dímon
Sveinar 14-15 ára: Stefán Gíslason, Hekla
Stúlkur 16-18 ára: Enginn keppandi
Drengir 16-18 ára: Gunnlaugur Friðberg Margrétarson, Dímon
Konur 18-39 ára: Ólafía Bjarnheiður Ásbjörnsdóttir, Dímon
Karlar 18-39 ára: Reynir Björgvinsson, Dímon
Konur 40+ ára: Ásta Laufey Sigurðardóttir, Dímon
Karlar 40+ ára: Ólafur Elí Magnússon, Dímon
Ítarlegri úrslit má sjá á vef HSK, www.hsk.is.
Meðfylgjandi mynd af verðlaunahöfum í piltaflokki er af vef HSK.
ÁMU