495 leikmenn tóku þátt í borðtennismótum árin 2013-2015
Alls tóku 495 leikmenn þátt í mótum, sem fara inn á styrkleikalista BTÍ árin 2013-2015. Listi yfir þessa leikmenn er í viðhengi, sem og skipting þeirra eftir félögum. Á þessu þriggja ára tímabili kepptu fulltrúar 17 félaga á mótum á vegum BTÍ. Flestir kepptu fyrir KR, 131, 102 fyrir Dímon og 68 fyrir Víking.
Þessi listi liggur til grundvallar úthlutunar þingfulltrúa á ársþing BTÍ, sem átti að fara fram á tímabilinu 1. apríl – 1. júní á þessu ári. Í lögum BTÍ (sjá flipann Um BTÍ / Lög/reglugerðir á þessari síðu), sem samþykkt voru á síðasta ársþingi árið 2014, má lesa hvernig þingfulltrúum er úthlutað.
Leikmenn á styrkleikalista 2013-2015 eftir félögum: Leikmenn 2013-15 v þings BTÍ 2016 e félagi
Nöfn leikmanna á styrkleikalista 2013-2015: Leikmenn 2013-15 v þings BTÍ 2016
ÁMU