Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

76 keppendur á Héraðsmóti HSK

Héraðsmót HSK var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli þann 6. maí. Keppendur voru 76 talsins frá þremur félögum. Keppt var í fjórum aldursflokkum unglinga, flokki fullorðinna og öldunga.

Mótið er jafnframt stigakeppni innan héraðssambandsins og fékk Dímon flest stig eða 137, Garpur fékk 72 stig og Selfoss 22 stig.

Úrslit úr mótinu eru komin á vef Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=7A6292DA-B129-4485-A417-BD0530ECE9B3

Aðrar fréttir