Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

1. stigs ITTF-PTT þjálfaranámskeið í apríl

1. stigs ITTF-PTT þjálfaranámskeið verður haldið á Íslandi vikuna 6. apríl (sunnudagur) til 12 apríl (laugardagur) nk. Nákvæm staðsetning verður kynnt síðar, en námskeiðið verður haldið á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er styrkt af ETTU, en sama námskeið var síðast haldið á Íslandi 2018 og þar áður 2012, með góðum árangri.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Pacinthe Osman Soliman en hún gegnir hlutverki sérfræðings hjá ITTF og er frá Kaíró, Egyptalandi. Undanfarna mánuði hefur Pacinthe kennt sama námskeið í Litháen, á Kýpur, í Máritíus og víðar. Pacinthe hefur töluverða reynslu af borðtennisþjálfun fatlaðs fólks og verður áhersla m.a. lögð á að þjálfaraefni prófi og æfi slíkt í verklegum þætti námskeiðsins. Þá hefur hún jafnframt reynslu af stjórnun landsliða og að halda alþjóðlegar æfingabúðir en sunnudaginn 6. apríl stendur til að halda unglingalandsliðsæfingu undir hennar stjórn.

Námskeiðið er alls 30 klst. og er mætingarskylda ströng, sbr. kröfur ITTF.* Að námskeiði loknu munu þjálfaraefni þjálfa 30 klst. af borðtennisæfingum (þar af 5 klst. undir eftirliti reynds þjálfara) og hljóta þá skírteini ITTF um að hafa lokið 1. stigs ITTF-PTT gráðunni, sjá lýsingu:

Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:

Sunnudagur 6. apríl: 15:00-19:00
Mánudagur 7. apríl: 16:30-18.30 og 19:00-21:30
Þriðjudagur 8. apríl: 16:30-18:30 og 19:00-21:30
Miðvikudagur 9. apríl: 16:30-18:30 og 19:00-21:30
Fimmtudagur 10. apríl: 16:30-18:30 og 19:00-21:30
Föstudagur 11. apríl: 16:30-18:30 og 19:00-21:30 (verkleg kennsla í seinni hluta)
Laugardagur 12. apríl: 08:30-12:00 (verkleg kennsla)

*Sérstök heimild hefur verið veitt fyrir því að þjálfarar sem búa í mikilli fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu geti sótt hluta námskeiðsins með fjarfundarbúnaði en skyldumæting er á staðinn í verklegu kennsluna. Þjálfaraefni sem óska eftir að nýta sér þetta fyrirkomulag skulu hafa samband við Auði formann á netfangið audur@bordtennis.is eða í síma 868-6873.

Skráningargjald er kr. 8.000 sem greiðist með millifærslu á reikning BTÍ sem er 0334-26-050073, kt. 581273-0109, samtímis og skráð er á netfangið bordtennis@bordtennis.is (skráning innihaldi nafn, kennitölu, félag og símanúmer). Vinsamlegast athugið að hámarksfjöldi er á námskeiðinu og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær um skráningar.

Mynd af Pacinthe Osman Soliman fengin af vef borðtennissambands Kýpurs.

Aðrar fréttir