Úrslit frá Coca Cola mótinu
Coca Cola mótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 8. mars 2025.
Mótið var mjög fjölmennt þar sem keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, BR, BH, HK, Garpur, BM, ÍFR, Leiknir og Selfossi.
Það er greinilegt að borðtennis-íþróttin er á mikilli uppleið um þessar mundir og fjölmargir bráðefnilegir
leikmenn að stíga sín fyrstu skref í borðtennis. Framtíðin er greinilega björt í borðtennis á Íslandi.
Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:
Byrjendaflokkur:
1. Pétur Steinn Stephensen. Víkingur
2. Óskar Darri Stephensen Víkingur
3-4. Hjörleifur Brynjólfsson Víkingur
3-4. Kristinn Þór Sigurðsson Víkingur
1. flokkur kvenna:
1. Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir Garpur
2. Lea Mabil Andradóttir Garpur
1. flokkur karla:
1. Michal May-Majewski BR
2. David May-Majewski BR
3-4. Lúkas André Ólasson KR
3-4. Luca De Gennaro Víkingur
Meistaraflokkur karla:
1. Magnús Jóhann Hjartarson Víkingur
2. Benedikt Jóhansson Víkingur
3-4. Kristján Ágúst Ármann BH
3-4. Ellert Georgsson KR
2. flokkur karla:
1. Kristin May-Majewski BR
2. Piotr Rajkiewxicz
3-4. Wojciech Cyganik BR
3-4. Michal Sopbeczeussi BM
2. flokkur kvenna:
1. Emma Niznianska BR
2. Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir Garpur
3. Lea Mabil Aandradóttir Garpur
Eldri flokkur karla:
1. Sighvatur Karlsson Víkingur
2. Jón Gunnarsson BR
3. Pétur Ó. Stephensen Víkingur
4. Rúnar F. Sigurðsson KR