Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Æfingabúðir unglingalandsliðs með Færeyingum

Um helgina er hópur úr íslenska unglingalandsliðinu við æfingar í Færeyjum í höllinni á Halsi þar sem færeyskir og íslenskir ​​borðtennisspilarar æfa saman.

Færeyingar og Ísland hafa alla tíð átt gott samstarf í borðtennis og hafa undanfarin ár haldið sameiginlegar æfingabúðir nánast árlega annað hvort í Færeyjum eða á Íslandi. Færeyingarnir komu til Íslands 2024 og 2022 en síðasta heimsókn frá okkur til Færeyja var 2019.

Að þessu sinni eru það Færeyingar sem eru gestgjafar og eru 11 íslenskir ​​leikmenn með í för til að æfa með jafnmörgum færeyskum leikmönnum þannig að alls æfa 22 leikmenn saman.

Æfingabúðirnar eru undir stjórn færeyska landsliðsþjálfarans Simon Nykjær-Fisher og Bjarna Þ. Bjarnasonar sem hefur ásamt fleiri þjálfurum sinnt þjálfun unglingalandsliðs í vetur.

Tvær æfingar eru fyrirhugaðar á laugardag, önnur á sunnudagsmorgni og síðan keppni á sunnudagseftirmiðdegi. Einnig verður æfing á mánudag, brottfarardag.

Myndin er fengin af vef Borðtennissambands Færeyja þar sem finna má fleiri myndir frá ferðinni.

Íslenska hópinn skipa:

  • Benedikt Aron Jóhannsson
  • Alexander Chavdarov Ivanov
  • Lúkas André Ólason
  • Viktor Daníel Pulgar
  • Benedikt Darri Malmquist
  • Benedikt Jiyao Davíðsson
  • Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir
  • Helena Árnadóttir
  • Marta Dögg Stefánsdóttir
  • Þórunn Erla Gunnarsdóttir

Auk þessa hóps er Brynjar Gylfi Malmquist, bróðir Benedikts Darra, með í för og fær að taka þátt í mótinu.

Færeyska hópinn skipa

  • Anja Wongwai
  • Britt Michelsen
  • Ári Fríðason Jensen
  • Albert Weihe Wolfsberg
  • Elsa Kathrina Gisladóttir
  • Faroe Chairoek
  • Hadassa S. Christiansen
  • Jósva Fonsdal Højgaard
  • Rasmus Sørensen (Danmark)
  • Rasmus Teitsson í Skorini
  • Bogi Gardar Bringsberg
  • Suni á Lava

Aðrar fréttir