Æfingabúðir unglingalandsliðs með Færeyingum
Um helgina er hópur úr íslenska unglingalandsliðinu við æfingar í Færeyjum í höllinni á Halsi þar sem færeyskir og íslenskir borðtennisspilarar æfa saman.
Færeyingar og Ísland hafa alla tíð átt gott samstarf í borðtennis og hafa undanfarin ár haldið sameiginlegar æfingabúðir nánast árlega annað hvort í Færeyjum eða á Íslandi. Færeyingarnir komu til Íslands 2024 og 2022 en síðasta heimsókn frá okkur til Færeyja var 2019.
Að þessu sinni eru það Færeyingar sem eru gestgjafar og eru 11 íslenskir leikmenn með í för til að æfa með jafnmörgum færeyskum leikmönnum þannig að alls æfa 22 leikmenn saman.
Æfingabúðirnar eru undir stjórn færeyska landsliðsþjálfarans Simon Nykjær-Fisher og Bjarna Þ. Bjarnasonar sem hefur ásamt fleiri þjálfurum sinnt þjálfun unglingalandsliðs í vetur.
Tvær æfingar eru fyrirhugaðar á laugardag, önnur á sunnudagsmorgni og síðan keppni á sunnudagseftirmiðdegi. Einnig verður æfing á mánudag, brottfarardag.
Myndin er fengin af vef Borðtennissambands Færeyja þar sem finna má fleiri myndir frá ferðinni.
Íslenska hópinn skipa:
- Benedikt Aron Jóhannsson
- Alexander Chavdarov Ivanov
- Lúkas André Ólason
- Viktor Daníel Pulgar
- Benedikt Darri Malmquist
- Benedikt Jiyao Davíðsson
- Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir
- Helena Árnadóttir
- Marta Dögg Stefánsdóttir
- Þórunn Erla Gunnarsdóttir
Auk þessa hóps er Brynjar Gylfi Malmquist, bróðir Benedikts Darra, með í för og fær að taka þátt í mótinu.
Færeyska hópinn skipa
- Anja Wongwai
- Britt Michelsen
- Ári Fríðason Jensen
- Albert Weihe Wolfsberg
- Elsa Kathrina Gisladóttir
- Faroe Chairoek
- Hadassa S. Christiansen
- Jósva Fonsdal Højgaard
- Rasmus Sørensen (Danmark)
- Rasmus Teitsson í Skorini
- Bogi Gardar Bringsberg
- Suni á Lava