Íslandsmótið í flokkakeppni unglinga verður haldið 19. janúar
Íslandsmót í flokkakeppni unglinga í borðtennis 2014 fer fram í KR-heimilinu við Frostaskjól sunnudaginn 19. janúar 2014. Keppni hefst kl. 11.
Borðtennisdeild KR er umsjónaraðili mótsins.
Dagskrá
11.00 Sveinar fæddir 1999 og síðar
12.30 Meyjar fæddar 1999 og síðar
13.00 Drengir fæddir 1996-1998
14.00 Stúlkur fæddar 1996-1998
13.00 Ungmenni drengja fæddir 1993-1995
14.00 Ungmenni stúlkna fæddar 1993-1995
Bréf um mótið: Íslandsmót í flokkakeppni unglinga 2014
ÁMU