Auka ársþing BTÍ – samþykkt reikninga og fjárhagsáætlun
Boðað er til auka ársþings BTÍ til að fara yfir reikninga sambandsins og fjárhagsáætlun þar sem ekki náðist að ljúka þeim verkefnum á ársþingi 11. maí.
Fundurinn verður bæði staðfundur og fjarfundur.
Dagskráin er eftirfarandi:
1. Reikningar sambandsins lagðir fram (með áliti skoðunarmanna).
2. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
3. Reikningar bornir undir atkvæði.
Dagsetning: 14. jún kl. 12:00 – 13:00
Staðsetning: Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) / Fjarfundur einnig í boði


