Tveir sigrar í tvíliðaleik á fyrsta leikdegi á EM unglinga
Íslensku unglingalandsliðin léku hvert um sig tvo leiki í liðakeppni á EM unglinga í Ostrava í dag, 11. júlí. Allir liðsleikirnir töpuðust en liðin unnu tvo tvíliðaleiki. Auk þess töpuðust fjórir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í oddalotu.
Meyjar 15 ára og yngri:
Ísland – Serbía 0-3
Guðbjörg Vala tapaði einliðaleik sínum gegn Serbíu í oddalotu og Guðbjörg Vala og Helena töpuðu sömuleiðis tvíliðaleiknum í oddalotu.
Ísland – Grikkland 1-3
Guðbjörg Vala og Helena unnu tvíliðaleikinn 3-0. Guðbjörg tapaði fyrri einliðaleik sínum í oddalotu.
Sveinar 15 ára og yngri:
Ísland – Búlgaría 0-3
Búlgarir voru mun sterkari en íslensku strákarnir og töpuðust allir leikirnir 0-3. Búlgarir eru efstir í riðlinum að loknum tveimur umferðum.
Ísland – Írland 1-3
Heiðar Leó og Kristján Ágúst unnu tvíliðaleikinn 3-0. Lúkas tapaði fyrri einliðaleik sínum í oddalotu.
Drengir 16-18 ára
Ísland – Lúxemborg 0-3
Lið Kúxemborgar reyndist sterkara en það íslenska og vann Darian einu lotuna sem íslensku drengirnir unnu.
Ísland – Litháen 0-3
Benedikt Aron tapaði sínum einliðaleik í oddalotu en aðrir leikir töpuðust 0-3.
Leikir morgundagsins, 12. júlí:
Sveinar 15 ára og yngri, F-riðill:
12.7. kl. 13.20. Ísland – Litháen
Meyjar 15 ára og yngri, F-riðill:
12.7. kl. 13.20. Ísland – Ísrael
Drengir 16-18 ára, J-riðill:
12.7. kl. 15.30. Ísland – Finnland
Að loknum þessum riðlum verður væntanlega dregið í næstu umferð í liðakeppninni.
Hér má fylgjast með leikjunum á mótinu: https://www.ettu.org/european-youth-championships/
Forsíðumynd af Guðbjörgu og Helenu frá Gesti Gunnarssyni, þar sem þær fagna sigri í tvíliðaleik gegn sterku grísku liði.


