Guðbjörg Vala vann einliðaleik gegn Ísrael
Keppni unglingalandsliðanna hélt áfram á EM unglinga í Ostrava laugardaginn 12. júlí. Eini einstaklingssigur dagsins kom í einliðaleik meyja, þar sem Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir vann andstæðing sinn frá Ísrael.
Íslensku liðin töpuðu því öll öllum sínum viðureignum í riðlunum í þessari umferð riðlakeppninnar.
Úrslit dagsins, 12. júlí:
Meyjar 15 ára og yngri, F-riðill:
Ísland – Ísrael 1-3
Guðbjörg Vala sigraði Gali Bezalel 3-1 í fyrri einliðaleik sínum en tapaði í oddalotu fyrir hinni ísrealsku stúlkunni, Polinu Ternovykh. Tvíliðaleikurinn hjá þeim Guðbjörgu Völu og Helenu tapaðist 1-3.
Sveinar 15 ára og yngri, F-riðill:
Ísland – Litháen 0-3
Íslensku drengirnir unnu tvær lotur í viðureigninni. Heiðar Leó Sölvason vann lotu í einliðaleik. Kristján Ágúst Ármann og Lúkas André Ólason töpuðu tvíliðaleiknum 1-3 í fjórum jöfnum lotum.
Drengir 16-18 ára, J-riðill:
Ísland – Finnland 0-3
Benedikt Aron Jóhannsson tapaði sínum einliðaleik í oddalotu og Darian Adam Róbertsson Kinghorn tapaði sínum leik 1-3.
Dregið hefur verið í næstu umferð í liðakeppninni.
Sveinalið 15 ára og yngri leikur í R-riðli. Dagskrá leikja:
13.7. 14.00 Ísland – Króatía
14.7. 15.40 Ísland – Holland
Drengjalið 16-18 ára leikur í O-riðli. Dagskrá leikja:
13.7. 09.00 Ísland – Malta
13.7. 14.00 Ísland – Úkraína
14.7. 09.00 Ísland – Bosnía-Herzegóvína
Meyjalið 15 ára og yngri leikur í O-riðli. Dagskrá leikja:
13.7. 14.00 Ísland – Noregur
14.7. 09.00 Ísland – Lettland
14.7. 15.40 Ísland – Skotland
15.7. 09.00 Ísland – England
Hér má fylgjast með leikjunum á mótinu: https://www.ettu.org/european-youth-championships/.
Forsíðumynd af hópnum með þjálfurum og nokkrum foreldrum leikmanna.


