Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðbjörg Vala féll úr leik í einliðaleik meyja

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir féll úr leik í 64 manna úrslitum í einliðaleik meyja á EM unglinga, þegar hún tapaði fyrir Leonor Gomes frá Portúgal. Leiknum lauk 0-4 en tvær fyrstu loturnar töpuðust með tveggja stiga mun.

Þá hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á mótinu. Hópurinn vann tvo landsleiki og voru það meyjarnar sem unnu þá báða, gegn Noregi og Skotlandi.
Í heildina vann Guðbjörg Vala sjö einliðaleiki og Helena Árnadóttir vann einn leik. Guðbjörg Vala og Helena unnu svo tvo tvíliðaleiki.
Hjá strákunum vann Alexander Ivanov tvo einliðaleiki og Benedikt Aron Jóhannsson vann einn. Heiðar Leó Sölvason og Kristján Ágúst Ármann unnu einn tvíliðaleik.
Allir keppendurnir unnu lotu í einliðaleik.

Forsíðumynd af Guðbjörgu Völu af myndavef ETTU frá mótinu.

Aðrar fréttir