Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðbjörg Vala og Kristján Ágúst á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, og Kristján Ágúst Ármann, BH, eru fulltrúar Íslands í borðtenniskeppninni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Mótið verður sett 20. júlí með formlegri setningarathöfn og verður Kristján fánaberi Íslands.
Borðtenniskeppnin hefst 22. júlí og stendur til 26. júlí. Ingimar Ingimarsson verður þjálfari íslensku borðtennisspilaranna.

Þetta mót er fyrir 14-18 ára keppendur og hefur verið haldið á tveggja ára fresti en síðast var keppt í borðtennis árið 2007. ÍSÍ sendir hóp tæplega 50 keppenda frá Íslandi á mótið, og keppa þau í sjö íþróttagreinum.

Vefsíða mótsins: https://skopje2025.sporteurope.org/
Streymi frá mótinu: https://tinyurl.com/yawutete

Einnig má sjá fréttir frá íslenska hópnum á vef og fésbókarsíðu ÍSÍ.

Aðrar fréttir