Töp á fyrsta degi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar
Keppni hófst í borðtennis á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 22. júlí. Þau Guðbjörg Vala og Kristján Ágúst kepptu í einliðaleik. Allir leikirnir þrír töpuðust en Guðbjörg Vala tapaði naumlega í oddalotu gegn ítölskum andstæðingi eftir að hafa unnið tvær fyrstu loturnar.
Leikir 22. júlí:
Einliðaleikur stúlkna, 2. riðill.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir – Varvara Zaitsava, Belarús (Hvíta-Rússland) 1-3
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir – Laura Alba Pinna, Ítalíu 2-3
Einliðaleikur drengja, 3. riðill.
Kristján Ágúst Ármann – Nikoloz Chkhartisvili, Georgíu 0-3
Leikir 23. júlí:
23.7. kl. 10.10 Kristján Ágúst Ármann – Martin Frizel, Litháen
23.7. kl. 14.50 Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir – Nina Skerbinz, Austurríki
23.7. kl. 16.50 Kristján Ágúst Ármann – Patryk Zyworonek, Póllandi
23.7. kl. 19.50 Kristján Ágúst/Guðbjörg Vala – Bonchev/Nikolova, Búlgaríu
Eins og glöggir lesendur taka eftir fá þau Guðbjörg Vala og Kristján annan andstæðing í tvenndarleik en gefinn var upp í gær. Í stað pars frá Lettlandi mæta þau pari frá Búlgaríu.
Uppgefinn tími er staðartími, og er klukkan í Skopje tveimur tímum á undan íslenskum tíma.
Vefsíða mótsins: https://skopje2025.sporteurope.org/ og hér má sjá leiki dagsins og úrslit: https://skopje2025.sporteurope.org/schedule-and-results/
Streymi frá mótinu: https://tinyurl.com/yawutete
Mynd á forsíðu tekin af vef ÍSÍ.


