Unglingalandsmót UMFÍ – mikil þátttaka í borðtennis
Unglingalandsmót UMFÍ fór fram um verslunarmannahelgina og var spilað í borðtennis á föstudeginum 1. ágúst. Þátttaka í borðtennis var mikil en alls voru 185 skráðir til leiks.
Keppt var í eftirfarandi aldurs- og kynjaflokkum en sjá má úrslit á vef UMFÍ.
- Stúlkur 11 – 12 ára
- Stúlkur 13 – 14 ára
- Stúlkur 15 – 18 ára
- Piltar 11 – 12 ára
- Piltar 13 – 14 ára
- Piltar 15 – 18 ára
Keppnisfyrirkomulag var eftir Monrad kerfinu. Leikið var í tveimur lotum og ef sitthvor aðilinn vann eina lotu þá var jafntefli.
Spilað var í íþróttamiðstöð Egilsstaða á 8 borðum. Rafael Rökkvi, þjálfari Þrists og Vals, Freyr Ævarsson og Lísa Leifsdóttir, formaður Hattar, stýrðu mótinu ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur formanni BTÍ.
UMFÍ veitti verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.
Myndir eru frá Auði Tinnu.



