Benedikt Aron og Guðbjörg Vala hækkuðu mest á styrkleikalistanum

Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, hækkaði mest allra á styrkleikalista BTÍ frá 1. júní 2024 til 1. júní 2025 en hann bætti sig um 353 stig á milli ára. Lúkas André Ólason, KR, hækkaði næstmest á listanum, en hann bætti sig um 264 stig á milli ára. Heiðar Leó Sölvason, BH, bætti sig um 218 stig á milli ára eða þriðja mest allra karla.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, hækkaði mest kvenna á listanum annað árið í röð en hún bætti sig um 187 stig á milli ára. Næst á eftir kom Emma Niznianska, BR, sem bætti sig um 80 stig. Þá kom Helena Árnadóttir, KR, sem bætti við sig 63 stigum á milli ára. Þessar þrjár voru líka í þremur efstu sætunum í fyrra, en þær Emma og Helena skiptu um sæti frá því í fyrra.
Átta aðrir karlar bættu við sig meira en 100 stigum á milli ára. Þeir eru: Kristján Ágúst Ármann, BH (170 stig) en hann hækkaði mest á listanum keppnistímabilið á undan; Krystian May-Majewski, BR (170 stig); Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH (154 stig); Benedikt Darri Malmquist, HK (134 stig); Dawid May-Majewski, BR (134 stig); Michal Sobczynski, BM (128 stig); Adam Lesiak, Víkingi (113 stig) og Ibrahim Hossam Al-Masry, BR (110 stig).
Leiða má líkum að því að bróðurpartur þeirra sem hafa óbreyttan stigafjölda á styrkleikalista 1. júní 2024 og 1. júní 2025 hafi ekki tekið þátt í mótum í einliðaleik keppnistímabilið 2024-2025.
Þegar þessi samanburður var gerður voru leikmenn sem léku síðast árið 2021 ennþá inni á styrkleikalistanum, en þegar næsti listi verður birtur, 1. október 2025, verður búið að hreinsa þá leikmenn út.
Í viðhengjum er merkt við leikmenn, sem komu aftur inn á listann með gömul styrkleikastig og við þá nýju leikmenn, sem voru metnir inn á listann vegna árangurs á sínum fyrstu mótum. Sú merking er ekki tæmandi.
Sjá nánar í viðhengjum:
Styrkleikalisti 2025-2024 samanburður karlar
Styrkleikalisti 2025-2024 samanburður konur
Myndir úr myndasafni BTÍ.


