Margir íslenskir borðtennismenn leika í Svíþjóð í vetur
Fjölmargir íslenskir borðtennisspilarar munu leika með sænskum liðum í vetur.
Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi, og Kristján Ágúst Ármann úr BH eru nýfluttir til Helsingborgar. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR mun líka dvelja um tíma í Helsingborg. Þeir verða í Svíþjóð haust til að byrja með og spila fyrir eitt af liðum Rekord í lægri deildunum.
Sól Kristínardóttir Mixa, BH flytur til Halmstad í nóvember. Hún spilar áfram fyrir lið Åstorps í vetur, en liðið vann sig upp í efstu deild kvenna á síðasta keppnistímabili.
Ingi Darvis Rodriguez úr Víkingi býr áfram í Halmstad og mun keppa fyrir nýtt lið í næstefstu deild í vetur, liðið Vetlanda.
Magnús Gauti Úlfarsson, BH er að hefja seinna árið í mastersnámi í Lundi og spilar áfram með B-liði IFK Lund.
Matthías Þór Sandholt, BH mun spila með Ängby í Superettan deildinnu.
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, mun hugsanlega fara út og spila einhverja leiki með liði Åstorps.
Gunnar Snorri Ragnarsson úr KR hefur búið í Svíþjóð í mörg ár og leikur áfram með liði Mölndal.
Á forsíðunni má sjá Sól og liðsfélaga hennar í liði Åstorp, sem eru spenntar fyrir að leika í efstu deild á komandi keppnistímabili.


