Þrjú jafntefli á fyrsta leikdegi í 2. deild karla
Þremur leikjum af sex lauk með jafntefli á fyrsta leikdegi í 2. deild karla á nýbyrjuðu keppnistímabili. Leikið var í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi.
Að loknum fyrstu tveimur umferðunum er staðan þannig að BH-C, HK-B og KR-C hafa þrjú stig,
BR-A hefur tvö stig, Selfoss-A er með eitt stig og Víkingur-B hefur ekkert stig.
Úrslit í einstökum leikjum:
HK-B – Selfoss-A 6-2
Víkingur-B – KR-C 0-6
BH-C – BR-A 5-5
BH-C – Víkingur-B 6-0
KR-C – HK-B 5-5
BR-A – Selfoss-A 5-5
Á næstunni verða úrslitin lesin inn á Tournament Software forritið og verða aðgengileg á síðu Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=B66E0A5D-7ECD-4C6C-AB70-018590DB137C
Á forsíðunni má sjá lið KR-C, sem keppti þann 20. september. Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.


