BH-A og Víkingur-A taplaus í 1. deild karla eftir tvær umferðir
Fyrstu leikirnir í 1. deild karla keppnistímabilið 2025-2026 voru leiknir í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi laugardaginn 20. september.
Víkingur-A og BH-A, sem léku til úrslita í fyrra byrjuðu bæði á sigrum í umferðunum tveimur og hafa því 4 stig hvort lið. HK-A og KR-A hafa 2 stig en BH-B og KR-B hafa ekkert stig.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
Víkingur-A – HK-A 6-2
BH-B – BH-A 0-6
KR-B – KR-A 2-6
KR-A – BH-A 3-6
HK-A – KR-B 6-2
Víkingur-A – BH-B 6-2
Úrslit úr öllum leikjum verða á næstunni slegin inn í mótaforritið Tournament Software og birt á vefnum, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=72d4c79d-cd0c-4a7c-ae27-16d8d2f4a209
Á forsíðunni má sjá A-lið BH laugardaginn 20. september. Mynd frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.


