Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Héraðsmót HSK fer fram 19. október

50. Héraðsmót HSK fer fram sunnudaginn 19. október að Laugalandi.

Keppni hefst kl. 10:00 hjá yngstu tveimur flokkunum (13 ára og yngri), kl. 12:00 hjá næstu tveimur (14-17 ára) og kl. 14:00 hjá eldri flokkunum (18 ára og eldri)

Flokkaskipting:
Keppt verður í eftirtöldum karla- og kvennaflokkum, miðað er við almanaksárið:
40 ára og eldri (1985 og fyrr)
18 ára og eldri (2007 og fyrr)
16 – 17 ára (2008 – 2009)
14 – 15 ára (2010 – 2011)
12 – 13 ára (2012 – 2013)
11 ára og yngri (2014 og síðar)

Skráningarfrestur:
Skráningar þurfa að berast til nefndarmanna í borðtennisnefnd HSK í síðasta lagi föstudaginn 17. október nk. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti á [email protected].

Þátttökugjald:
Þátttökugjald fyrir 12 ára og eldri er kr. 1000 á skráð nafn í grein og kr. 500 fyrir 11 ára og yngri. Innifalið í þátttökugjaldi eru borðtenniskúlur sem notaðar verða á mótinu.

Verðlaun:
Fjórir fyrstu í hverri grein hljóta verðlaunapening og stigahæsta félag hlýtur farandgrip. Allir 11 ára og yngri fá þátttökuverðlaunapening.

Þátttakendur mæta með eigin borðtennisspaða á mótið.

Borðtennisnefnd HSK

Heradsm_bordtennis 2025

Aðrar fréttir