Úrslit frá seinni degi á Hjálmarsmóti KR
Á seinni degi Hjálmarsmóts KR, þann 19. október, var keppt í fimm flokkum. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR, sigraði í opnum flokki B og Benedikt Darri Malmquist, HK í opnum flokki C. Brynjar Gylfi Malmquist, HK sigraði í flokki u14 ára og Elías Bjarmi Eyþórsson varð hlutskarpastur í byrjendaflokki. Þeir Lúkas André Ólason/Viktor Daníel Pulgar, KR sigruðu í „big table“ tvíliðaleik.
Verðlaunahafar í einstökum flokkum:
Opinn flokkur B (-2000 stig):
1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
2. Lúkas André Ólason, KR
3.-4. Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
3.-4. Karl A. Claesson, KR

Opinn flokkur C (-1500 stig):
1. Benedikt Darri Malmquist, HK
2. Ari Jökull Jóhannesson, BH
3.-4. Benedikt Jiyao Davíðsson, Víkingi
3.-4. Viktor Daníel Pulgar, KR

Stelpur og strákar u14 (fædd 2014 eða síðar):
1. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
2. Hjörleifur Brynjólfsson, HK
3.-4. Björn Kári Valsson, HK
3.-4. Dalmar Bragi Aronsson, KR

Byrjendaflokkur:
1. Elías Bjarmi Eyþórsson
2. Viktor Elí Valtýsson
3. Elísabet Ngo Björnsdóttir, KR
4. Sindri Már Arnarsson
5. Hinrik Úlfur Björgvinsson
6. María Vésteinsdóttir, KR
„Big table“ tvíliðaleikur:
1. Lúkas André Ólason/Viktor Daníel Pulgar, KR
2. Anton Óskar Ólafsson/Benedikt Aron Jóhannsson, Garpur/Víkingur
3.-4. Almar Elí Ólafsson/ Helena Árnadóttir, Umf. Selfoss/KR
3.-4. Karl A. Claesson/Luca de Gennaro Aquino, KR
Úrslit úr öllum einliðaleiksflokkum má sjá á vef Tournament Software: https://www.tournamentsoftware.com/tournament/df0161a9-c2de-47e5-824c-a805372cfb66
Myndir af verðlaunahöfum frá Borðtennisdeild KR.


