Lið og leikir í 1. og 2. deild kvenna
Á þessu keppnistímabili eru þrjú lið skráð til leiks í 1. deild kvenna og fjögur lið í 2. deild. Íslandsmeistarar BH í 1. deild kvenna sl. vor senda ekki lið til keppni að þessu sinni. Í 1. deild kvenna leika A- og B-lið KR og lið Víkings. Í 2. deild eru skráð þrjú lið frá KR og lið Garps.
Fyrri keppnisdagur í kvennadeildunum er 8. nóvember, og verður leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla. Seinni keppnisdagur er 11. apríl, en þá verður keppt í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi. Hvorn dag um sig eru leiknar þrjár umferðir.
Dregið hefur verið um leikjaröð, og má sjá hana hér í viðhengi.
Upplýsingar um lið og leikmenn liða eru aðgengilegar á síðunni Deildarkeppni hér á vefnum, sjá https://bordtennis.is/motaskra/deildarkeppni/.
Síður á vef Tournament Software:
1. deild kvenna: https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=72D4C79D-CD0C-4A7C-AE27-16D8D2F4A209&draw=17
2. deild kvenna: https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=B66E0A5D-7ECD-4C6C-AB70-018590DB137C&draw=14


