Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH-A og Víkingur-A efst í 1. deild karla eftir fjórar umferðir

Þriðja og fjórða umferð í 1. deild karla voru leiknar í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 25. október. A-lið BH og A-lið Víkings eru efst eftir fjórar umferðir með fullt hús stiga, eða 8 stig. Liðin mætast í 5. umferð, sem verður leikin 22. nóvember.
Í 3. sæti er B-lið BH með 4 stig, þá koma HK-A og KR-A með 2 stig og B-lið KR er neðst án stiga.

Úrslit úr einstökum viðureignum:
KR-A – Víkingur-A 0-6
BH-A – KR-B 6-1
HK-A – BH-B 3-6
KR-B – Víkingur-A 0-6
BH-A – HK-A 6-1
KR-A – BH-B 4-6

Úrslit úr öllum leikjum eru komin á vef deildarinnar hjá Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=72D4C79D-CD0C-4A7C-AE27-16D8D2F4A209&draw=16.

Forsíðumynd af Víkingi-A frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Aðrar fréttir