Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Guðbjörg Vala og Helena sigruðu í flokkakeppni meyja í Svíþjóð

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir, báðar úr KR, léku á Ängby International mótinu í Svíþjóð um helgina. Á föstudaginn sigruðu þær í liðakeppni meyja 15 ára og yngri. Í flokknum kepptu sjö lið og urðu KR-stúlkurnar í 2. sæti í sínum riðli. Þær sigruðu IFK Täby BTK/KFUM Stocksund IA 3-0 og Team Jutland frá Danmörku 3-1. Þær töpuðu 0-3 fyrir liði Spåvägens BTK 1 en í liðinu var m.a. leikmaður sem lék á EM unglinga sl. sumar.
Í undanúrslitum lögðu þær fyrst lið B72 í Osló 3-2 en í liðinu voru norskar stúlkur í unglingalandsliðinu. Í úrslitum mættu þær aftur liði Spåvägens BTK 1, og sigruðu 3-1.

Þær léku líka í einliðaleik í opnum flokki kvenna, 20 ára og yngri kvenna, 18 ára og yngri kvenna og 16 ára og yngri kvenna. Guðbjörg Vala varð í 5.-8. sæti í einliðaleik stúlkna 16 ára og yngri.

Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, lék í opnum flokki karla en tapaði leikjum sínum.

Hér má sjá úrslit á mótinu: https://resultat.ondata.se/001264/

Myndir frá Skúla Gunnarssyni, sem er með leikmönnunum á mótinu.

Aðrar fréttir