Frestur til að sækja um styrk úr Styrktarsjóði BTÍ er til 7. des.
Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í styrktarsjóð BTÍ rennur út sunnudaginn 7. desember næstkomandi. Tímabil sem hægt er að sækja um styrk fyrir er keppnistímabilið 1.9.2025 – 31.8.2026.
Minnt er á að reglugerðin var uppfærð árið 2024 varðandi einkum það að hægt er að sækja um styrki vegna þátttöku erlendra leikmanna í mótum.
Markmið styrkveitinga á vegum BTÍ er að styrkja afreksfólk í borðtennis og borðtennisíþróttina á Íslandi.
Við hvetjum áhugasama til þess að senda inn umsóknir á [email protected] eigi síðar en 7. desember nk.
Nánar um styrktarsjóðinn og umsóknir má sjá í reglugerð.


