BH-D í forystu í suðurriðli 4. deildar eftir níu umferðir
Þrjár umferðir voru leiknar í suðurriðli 4. deildar í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 23. nóvember.
Þar sem sjö lið eru í riðlinum situr eitt lið hjá í hverri umferð og liðin hafa því ekki leikið jafnmarga leiki.
BH-D er efst í riðlinum með 14 stig eftir 8 leiki, en KR-F fylgir fast á eftir með 13 stig eftir 7 leiki og HK-D kemur þar á eftir með 12 stig eftir 8 leiki. Selfoss-B og Garpur-B hafa 6 stig eftir 7 leiki, Garpur-A er með 3 stig eftir 8 leiki en lið Vísis er neðst án stiga.
Úrslit úr einstökum viðureignum
Garpur-B – Umf. Selfoss-B 1-6
BH-D – HK-D 6-1
KR-F – Garpur-A 6-0
HK-D – Umf. Selfoss-B 6-2
Umf. Vísir – BH-D 0-6
Garpur-A – Garpur-B 2-6
Garpur-B – HK-D 0-6
BH-D – Garpur-A 6-1
KR-F – Umf. Vísir 6-0
Úrslit úr leikjunum verða á næstunni aðgengileg á vef Tournament Software, sjá
https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=2F5BB01C-1B5B-4FA3-8AE5-0FFC02E94678&draw=37
Forsíðumynd af Ara Jökli Jóhannessyni í BH-D úr myndasafni.


