Úrslit úr ÍFR Para open 29. nóvember
ÍFR hélt Para open 25 mótið í Íþróttahúsi ÍFR í Hátúni þann 29. nóvember sl. Fyrirhugað var að mótið yrði tvískipt og að seinni hlutinn yrði spilaður 6. desember, en vegna veikinda eins skipuleggjenda mótsins voru allir leikirnir spilaðir 29. nóvember.
Þetta var fyrsta opna mótið þar sem keppt er eftir fötlunarflokkum fyrir utan hin árlegu Íslandsmót fatlaðra, og er áætlað að þetta mót verði haldið árlega á haustin, enda hefur fötluðum iðkendum í borðtennis fjölgað mikið.
Úrslit úr einstökum flokkum:
Flokkur 11 karlar
1. Óskar Aðils Kemp, ÍFR
2. Lárus Thor Valdimarsson, ÍFR
3. Baldur Jóhannesson, ÍFR
4. Sigurður Andri Sigurðsson, ÍFR
Flokkur 11 konur
1. Soffía Rúna Jensdóttir, ÍFR
2. Inga Hanna Jóhannesdóttir, ÍFR
3. Hildigunnur J. Sigurðardóttir, ÍFR
Flokkur 1-5
1. Hákon Atli Bjarkason, ÍFR
2. Volodymyr Chernyavsky, ÍFR
3. Jóna Kristín Erlendsdóttir, ÍFR
4. Nóni Sær Ásgeirsson, ÍFR
Flokkur 6-10
1. Jón Grétar Hafsteinsson, ÍFR
2. Már Breki Einarsson, Akur
3. Björn Harðarsson, ÍFR
4. Agnes Lovísa Jóhannsdóttir, ÍFR
Tvíliðaleikur
1. Hákon Atli Bjarkason/Jóna Kristín Erlendsdóttir, ÍFR
2. Nóni Sær Ásgeirsson/Volodymyr Chernyavsky, ÍFR
3.-4. Sigurður Andri Sigurðsson/Soffía Rúna Jensdóttir, ÍFR
3.-4. Jón Grétar Hafsteinsson/Lárus Thor Valdimarsson, ÍFR



Myndir fengnar af vef ÍFR.


