Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Fyrri keppnisdagur Íslandsmóts í meistaraflokki á Hvolsvelli

Mótanefnd tilkynnir að fyrir nokkru var borðtennisdeild BH upplýst um að því miður yrði ekki hjá því komist að halda alþjóðlegt hnefaleikamót laugardaginn 21. mars nk. í Íþróttahúsinu við Strandgötu, sem láðst hefði að upplýsa deildina um þegar samþykkt var að Íslandsmót fullorðinna (í meistaraflokki) mætti vera í húsinu þá helgi. Sunnudagurinn 22. mars nk. væri hins vegar áfram laus í húsinu.

Mótanefnd BTÍ taldi besta kostinn við þessar aðstæður vera að leita eftir öðru húsnæði fyrir fyrri keppnisdaginn og var leitað til félaganna á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt félaganna á Suðurlandi. Eitt borðtennisfélag bauðst til að bjarga málunum og var með nógu stóran sal til afnota en það var Borðtennisdeild Dímonar. Fá stjórn og þjálfarar þar kærar þakkir fyrir góða viðleitni með stuttum fyrirvara.

Tilkynnist því hér með að keppni á Íslandsmótinu í meistaraflokki verður svo:

Laugardagur: Tvenndarleikur (allur) og tvíliðaleikur og einliðaleikur fram að undanúrslitum í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli.

Sunnudagur: Undanúrslit og úrslit tvíliðaleiks og einliðaleiks í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

Uppfærsla á þessu hefur einnig verið gerð í mótadagatali BTÍ.

Aðrar fréttir