Evrópumót unglinga á Riva del Garda
Ljósmynd: Finnur Hrafn Jónsson
Unglingalandsliðið í borðtennis er nú á leiðinni til Ítalíu, nánar tiltekið til Riva del Garda, þar sem fram fer Evrópumót unglinga 2014. Byrjar keppnin á morgun 11. júlí og lýkur henni 20. júlí nk.
Í cadet stúlkna fara þær Sigurjóna Hauksdóttir og Kolfinna Bjarnadóttir. Í cadet stráka fara þeir Kári Ármannsson og Magnús Gauti Úlfarsson. Í junior stráka keppa þeir Breki Þórðarson, Magnús Jóhann Hjartarson og Skúli Gunnarsson. Þjálfari er Einar Geirsson og fararstjóri Hlöðver Steini Hlöðversson.
Heimasíðu mótsins er að finna hér.
Þá er hægt að fylgjast með ferðalaginu á fésbókarsíðu hópsins hér.