Pepsi Grand Prix mótið í borðtennis
Pepsi Grand Prix mótið í borðtennis fór fram í TBR-Íþróttahúsinu laugardaginn 31. október 2015. Keppt var í opnum flokkum karla og kvenna og var mótið fjölmennt þar sem keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, og BH.
Í opnum flokk karla léku til úrslita félagarnir frá Víkingi Daði Freyr Guðmundsson og Magnús Hjartarson. Leikar fóru þannig að Daði sigraði eftir skemmtilega leiki 4 – 2. (11 – 9, 11- 8, 8 – 11, 15 – 17, 11 – 5 og 11 – 7).
Í opnum flokki kvenna léku til úrslita Aldís Rún Lárusdóttir KR og Eyrún Elíasdóttir Víkingi. Aldís sigraði eftir mikla baráttuleiki 4 – 2 (11 – 7, 9 -11, 5 – 11, 11 – 4, 11 – 7 og 12 – 10).
Í B. flokki karla léku úrslitaleikinn Ellert Georgsson KR og Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingi. Um hörku viðureign var að ræða þar sem Ellert sigraði að lokum 4 – 3 (9-11, 11 – 9, 4 – 11, 11 – 3, 13-11, 6-11 og 11-6).
Í B flokki kvenna léku úrslitaleikinn Þórunn Árnadóttir Víkingi og Karitas Ármannsdóttir KR. Þórunn sigraði 4 – 1 (10-12, 12-7, 13-11, 11-5 og 11-4).
Úrslit í mótinu voru eftirfarandi:
Opinn flokkur karla:
- Daði Freyr Guðmundsson Víkingur
- Magnús Hjartarson Víkingur
3-4. Arnór Gauti Helgason Víkingur
3-4. Breki Þórðarson KR
Opinn flokkur kvenna:
- Aldís Rún Lárusdóttir KR
- Eyrún Elíasdóttir Víkingur
3-4. Berglind Sigurjónsdóttir Víkingur
3-4. Stella Kristjánsdóttir Víkingur
B-keppni karla:
- Ellert Georgsson KR
- Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur
3-4. Kamil Mocek Víkingur
3-4. Róbert Barkarson Víkingur
B-keppni kvenna:
- Þórunn Árnadóttir Víkingur
- Karitas Ármannsdóttir KR
Pétur Stephensen
Á forsíðu er mynd af verðlaunahöfum í opnum flokki karla, f.v. Magnús, Daði og Arnór Gauti. Breka Þórðarson vantar á myndina.