Csanád og Kolfinna sigruðu á Grand Prix móti HK
Csanád Forgács-Bálint og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, bæði úr HK, sigruðu á Grand Prix móti HK, sem fram fór í Fagralundi í Kópavogi 7. nóvember.
Csanád sigraði Kára Mímisson úr KR 4-2 (11-8, 11-7, 11-5, 7-11, 7-11, 11-8) í úrslitaleik. Kári hafði slegið Daða Frey Guðmundsson úr Víkingi út í undanúrslitum 4-1. Csanád átti að mæta Kristjáni Jónassyni úr Víkingi í undanúrslitum en Kristján gaf leikinn.
Í karlaflokki urðu óvænt úrslit þegar Birgir Ívarsson úr BH, sem er meðal efstu manna í 2. flokki, lagði fjórða stigahæsta leikmann mótsins, Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi 4-2.
Í kvennaflokki vann Kolfinna Aldís Rún Lárusdóttur úr KR 11-9 í oddalotu (8-11, 8-11, 11-6, 11-7, 11-5, 6-11, 11-9) í sveiflukenndum leik. Í undanúrslitum lagði Kolfinna Sigrúnu Ebbu Urbancic Tómasdóttur úr KR 4-2 en Aldís sigraði Hrefnu Nömfu Finnsdóttur úr HK 4-0.
Haldin var sameiginleg B-keppni fyrir bæði kynin. Í henni sigraði Magnús Jóhann Hjartarson úr Víkingi, sem vann nafna sinn Magnús Gauta Úlfarsson úr BH 4-2 (11-8, 11-8, 8-11, 6-11, 11-9, 11-9) í úrslitum. í 3.-4. sæti höfnuðu Hjörtur Magni Jóhannsson úr Víkingi (faðir Magnúsar Jóhanns) og Daníel Bergmann Ásmundsson úr Víkingi.
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vefnum á slóðinni http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=7472C2F5-D97A-4B19-9D05-6472C47C6DF8
Forsíðumyndina tók Finnur Hrafn Jónsson af verðlaunahöfum í kvennaflokki með Sigurði Sverrissyni, formanni BTÍ. Aðrar myndir eru frá Borðtennisdeild HK.
ÁMU (uppfært 8.11.)