Akur-B sigraði Æskuna í 2. deild karla norður
B-lið Akurs sigraði Æskuna 4-1 í 5. umferð í 2. deild karla norður í Valsárskóla 8. desember.
Að loknum leiknum er Akur-B í 2. sæti í 2. deild norður með 6 stig eftir 4 leiki en Æskan hefur 4 stig eftir 5 leiki.
Úrslit úr einstökum leikjum
Æskan – Akur-B 1-4
- Þorri Starrrason – Þorsteinn Már Þorvaldsson 3-0
- Starri Heiðmarsson – Gunnar A. Arason 1-3
- Sævar Gylfason – Magnús B. Kristinsson 1-3
- Sævar/Þorri – Gunnar/Magnús 0-3
- Starri Heiðmarsson – Þorsteinn Már Þorvaldsson 1-3
Myndir frá Starra Heiðmarssyni.
Á forsíðumyndinni af Akri-B 8. des. eru frá vinstri: Þorsteinn Már Þorvaldsson, Gunnar Aðalgeir Arason og Magnús Birgir Kristinsson.
Á myndinni hér fyrir ofan af leikmönnum Æskunnar 8. des. eru: Þorri Starrason, Sævar Gylfason og Starri Heiðmarsson auk þess sem spaðaberi liðsins, Hjalti Gylfason er með á myndinni.
ÁMU