Úrslit úr aldursflokkamóti KR 9. janúar
Ágæt þátttaka var á aldursflokkamóti KR, sem haldið var í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 9. janúar. Mótið var þriðja mótið í aldursflokkamótaröð Borðtennissambands Íslands. Keppendur komu frá BH, Dímon, Heklu, HK, ÍFR, KR og Víkingi. Keppni var jöfn og spennandi og það var aðeins í tveimur flokkum af átta að stigahæsti leikmaðurinn á styrkleikalistanum sigraði.
Hnokkar fæddir 2005 og síðar
- Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
- Bjarni Þorvaldsson, Dímon
- Kristófer Júlían Björnsson, BH
- Rúnar Þorvaldsson, Dímon
Í þessum flokki voru margir jafnir og skemmtilegir leikir og sýndu þessu ungu leikmenn flott tilþrif. Eiríkur Logi sigraði Bjarna 3-1 (11-9, 8-11, 11-9, 11-7) í úrslitaleiknum. Mynd af verðlaunahöfum í hnokkaflokki má sjá á forsíðunni.
Tátur fæddar 2005 og síðar
- Lilja Lív Margrétardóttir, KR
- Karitas Ármannsdóttir, KR
- Sól Kristínardóttir Mixa, BH
- Berglind Anna Magnúsdóttir, KR
Lilja sigraði Karitas 3-0 (11-8, 11-7, 11-5) í úrslitum í fyrsta skipti á móti í vetur. Þær eru nú efstar og jafnar í tátuflokki á aldursflokkamótaröðinni.
Piltar fæddir 2003-2004
- Ari Benediktsson, KR
- Þorgils Gunnarsson, Heklu
3.-4. Aron Birkir Guðmundsson, Heklu
3.-4. Steinar Andrason, KR
Þorgils hafði unnið tvö fyrstu mótin í aldursflokkamótaröðinni en Ari var sterkari á þessu móti og sigraði Þorgils bæði í riðlinum og í úrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fór 3-2 (14-12, 8-11, 11-9, 5-11, 11-6) fyrir Ara. Þorgils er áfram efstur í mótaröðinni.
Telpur fæddar 2003-2004
- Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
- Þóra Þórisdóttir, KR
- Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR
Kristín lagði Þóru 3-1 (13-11, 11-7, 7-11, 11-6) í úrslitaleiknum en Þuríður er efst í mótaröðunni.
Sveinar fæddir 2001-2002
- Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
- Kári Ármannsson, KR
3.-4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3.-4. Óskar Agnarsson, HK
Kári Ármannsson vann tvö fyrstu mótin á mótaröðinni í vetur en hann mátti játa sig sigraðan fyrir Inga í úrslitaleiknum, sem Ingi vann eftir þrjár jafnar og spennandi lotur (11-9, 12-10, 17-15). Kári heldur forystu í mótaröðinni.
Meyjar fæddar 2001-2002
- Sveina Rósa Sigurðardóttir, KR
- Stella Karen Kristjánsdóttir, Vík.
- Þórunn Ásta Árnadóttir, Vík.
- Guðbjörg Lív Margrétardóttir, KR
Sveina Rósa Sigurðardóttir sigraði í meyjaflokki. Hún lagði Stellu 3-0 (12-10, 13-11, 11-8) í úrslitaleiknum, og tók forystuna í meyjaflokki í mótaröðinni.
Drengir fæddir 1998-2000
- Magnús Gauti Úlfarsson, BH
- Breki Þórðarson, KR
- Birgir Ívarsson, BH
- Kamil Mocek, Vík.
Magnús Gauti tók forystu í mótaröðinni með sigri á Breka í úrslitaleik 3-2 (11-8, 8-11, 11-8, 7-11, 11-5).
Stúlkur fæddar 1998-2000
- Ársól Arnardóttir, KR
- Rikka Sigríksdóttir, Dímon
- Elín Eva Sigurðardóttir, Dímon
Ársól var öruggur sigurvegari í flokknum og vann Rikku 3-0 (11-3, 11-2, 11-9 í úrslitum).
ÁMU (uppfært með myndum 10.1.)