Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Úrslit hjá Kára og Jóhannesi Kára á unglingamótinu í Lettlandi

Kári Ármannsson hafnaði í 13. sæti í kadettflokki (fæddir 2001 og síðar) í Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis, sem fram fór í Riga í Lettlandi um helgina. Í kadettflokki  voru 36 keppendur frá Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Úzbekistan, auk þeirra félaga. Leikið var í 8 riðlum og fóru tveir efstu úr hverjum riðli áfram í 16 manna úrslit. Þeir, sem ekki komust í 16 manna úrslit léku áfram um sæti 17. og 18.

Kári varð í 2. sæti í sínum riðli eftir sigur á leikmanni frá Litháen og Hvíta-Rússlandi og tap gegn öðrum Litháa. Í 16 manna úrslitum tapaði Kári 1-3 fyrir leikmanni frá Litháen, sem varð í 3.-4. sæti. Hann lék því um sæti 9-16 og tapaði þá fyrir leikmanni frá Hvíta-Rússlandi 10-12 í oddalotu, en sá hafnaði í 9. sæti. Kári lék svo um sæti 13-16 og lagði þá tvo leikmenn frá Hvíta-Rússlandi og hafnaði í 13. sæti.

Jóhannes Kári var í fimm manna riðli og vann leikmann frá Litháen, en tapaði fyrir leikmönnum frá Litháen, Lettlandi og Hvíta-Rússlandi og hafnaði í 4. sæti í sínum riðli. Hann tók þátt í keppni um 17. sæti en tapaði fyrir leikmanni frá Hvíta-Rússlandi.

 

ÁMU

Aðrar fréttir